Almenna okurfélagið Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. júní 2022 08:02 Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar. Það er skammarlegt að stjórnvöld hafi ekki stigið inn og stoppað þetta siðlausa athæfi, látið það afskiptalaust að efnafólk næði eignum af þeim sem lítið áttu og notuðu þær svo til að reita fé af efnaminna fólki. Almenna leigufélagið fékk á sig verðskuldað óorð á þessum árum. Þess vegna heitir það í dag Alma. En þótt nafnið sé breytt er eðlið það sama. Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini. Ógnargróði Ég ætla að skýra þetta illa eðli með því að taka dæmi af íbúð á Fálkagötu 32 sem Alma auglýsir nú til leigu á 285 þús. kr. Þetta er 97 fermetra 3. herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem byggt var 1935. Fermetraverðið er 2.938 kr., sem er 750 kr. hærra en leiguverð á sambærilegum íbúðum í Vesturbænum. Alma er því að rukka rúmlega 72 þús. kr. meira fyrir íbúðina en nemur markaðsverði er í þessum bæjarhluta. Leigjandinn borgar 866 þús. kr. á ári umfram markaðsverð. Við getum kallað það Gamma-skatt. Samkvæmt Þjóðskrá keypti Almenna leigufélagið þessa íbúð í nóvember 2012 á 23,7 m.kr. Miðað við hækkun fasteignaverðs í Vesturbænum frá 2012 má ætla að íbúðin sé í dag metin á 58,0 m.kr. Ef við gerum ráð fyrir að Almenna leigufélagið hafi lagt 30% eiginfjárframlag til kaupanna má ætla að eftirstöðvar verðtryggðs láns á 4% vöxtum sé í dag um 20,3 m.kr. Upphaflega eiginfjárframlagið er á núvirði um 9,6 m.kr. svo eignamyndunin nemur um 28,2 m.kr. Ef við brjótum hana niður á þá mánuði sem liðnir eru frá kaupunum hefur eigið fé Almenna leigufélagsins í íbúðinni hækkað um 247 þús. kr. í hverjum mánuði að meðaltali. … og ógeðslegt okur Afborganir af láninu eru rúmlega 95 þús. kr. á mánuði. Ef við bætum 0,18% fasteignagjöldum ofan á þetta, 1,5% viðhaldi árlega, 6% greiðslufallstryggingu og 6% umsýslugjaldi þá er sannarlegur kostnaður Ölmu á þessari íbúð rúmlega 123 þús. kr. Alma gæti leigt íbúðina á því verði án þess að tapa krónu. Hagnaður félagsins yrði samt umtalsverður vegna hækkunar eignaverðs eða um 31% ávöxtun á eigið fé. Ef Alma elti markaðinn í stað þess að leiða hann og leigja íbúðina út á meðalverði þessa bæjarhluta myndi félagið hafa hreinan hagnað af leigunni upp á rúma milljón árlega. Ávöxtun eiginfjár væri þá um 42%. En það dugar Ölmu ekki. Hún leigir íbúðina út á miklu hærra verði eða 285 þús. kr. Sem eru tæplega 159 þús. kr. umfram kostnað félagsins af íbúðinni. Ávöxtunin af útleigunni er því tæplega 20% og ársávöxtun af eiginfjár því samanlagt 51% af leigu og hækkun eignaverðs. Það má vera að hægt sé að ná slíkri ávöxtun með því að flytja inn fíkniefni, en það er samt hæpið. … sem grefur undan lífskjörum Hvers vegna er þetta látið líðast? Af félag sem hagnast um 247 þús. á verðhækkun 97 fm. íbúðar í hverjum mánuði skuli komast upp með að hagnast auk þess um tæplega 159 þús. kr. af því að okra á leigjendum. Hagnaður Ölmu af þessari íbúð er 406 þús. kr. á mánuði eða 4,9 m.kr. á ári. Það er galið. Á meðan borgar leigjandinn 285 þús. kr. á mánuði, sem væri flokkað sem okurleiga í öllum löndum heims. Eðlilegt viðmið í siðuðum löndum er að húsnæðiskostnaður ætti ekki að vera meira en 25% af ráðstöfunarfé fjölskyldu. Ef við bætum við rafmagn og hita má ætla að húsnæðiskostnaður leigjenda þessarar íbúðar sé um 310 þús. kr. Leigjendurnir þurfa því að hafa um 1.240 þús. kr. í ráðstöfunarfé til að vera innan eðlilegra marka varðandi húsnæðiskostnað. Til að ná því þyrftu tveir fullorðnir að hafa hver um sig 910 þús. kr. í tekjur á mánuði. Við vitum öll að fólkið sem er að fara að leigja á Frakkastígnum er ekki með slíkar tekjur. … og er verndað af stjórnvöldum Stjórnvöldum er fullkunnugt um hvernig húsnæðismarkaðurinn virkar og hvernig hann grefur undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Þeim hefur margsinnis verið bent á ástandið. Neyð leigjenda og ógnargróði leigusala hneykslar stjórnvöld ekki heldur eru ráðherrarnir þvert á móti mjög ánægðir með stöðuna. Þeir standa með Ölmu, hinu almenna okurfélagi. Og er hjartanlega sama um fólkið sem neyðist til að verja stærstum hluta tekna sinna til að hafa þak yfir höfðið. Og skapa með því svívirðilegan hagnað hjá fyrirtækjum sem eru gersamlega siðlaus; blóðsugur sem leggjast á heiðvirt fólk og draga úr því lífskraftinn. Ráðherrarnir klappa fyrir þesskonar fyrirtækjum, en fyrirlíta leigjendur. Ég vildi að það væri ekki svo. En þar sem staðan er sannarlega svona þá er rétt að benda á það aftur og aftur. Einn daginn vaknar fólk og losar sig við Almenna okurfélagið. Og vanhæfa ríkisstjórn sem þjónar okrurum, bröskurum og öðum óþjóðalýð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar. Það er skammarlegt að stjórnvöld hafi ekki stigið inn og stoppað þetta siðlausa athæfi, látið það afskiptalaust að efnafólk næði eignum af þeim sem lítið áttu og notuðu þær svo til að reita fé af efnaminna fólki. Almenna leigufélagið fékk á sig verðskuldað óorð á þessum árum. Þess vegna heitir það í dag Alma. En þótt nafnið sé breytt er eðlið það sama. Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini. Ógnargróði Ég ætla að skýra þetta illa eðli með því að taka dæmi af íbúð á Fálkagötu 32 sem Alma auglýsir nú til leigu á 285 þús. kr. Þetta er 97 fermetra 3. herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem byggt var 1935. Fermetraverðið er 2.938 kr., sem er 750 kr. hærra en leiguverð á sambærilegum íbúðum í Vesturbænum. Alma er því að rukka rúmlega 72 þús. kr. meira fyrir íbúðina en nemur markaðsverði er í þessum bæjarhluta. Leigjandinn borgar 866 þús. kr. á ári umfram markaðsverð. Við getum kallað það Gamma-skatt. Samkvæmt Þjóðskrá keypti Almenna leigufélagið þessa íbúð í nóvember 2012 á 23,7 m.kr. Miðað við hækkun fasteignaverðs í Vesturbænum frá 2012 má ætla að íbúðin sé í dag metin á 58,0 m.kr. Ef við gerum ráð fyrir að Almenna leigufélagið hafi lagt 30% eiginfjárframlag til kaupanna má ætla að eftirstöðvar verðtryggðs láns á 4% vöxtum sé í dag um 20,3 m.kr. Upphaflega eiginfjárframlagið er á núvirði um 9,6 m.kr. svo eignamyndunin nemur um 28,2 m.kr. Ef við brjótum hana niður á þá mánuði sem liðnir eru frá kaupunum hefur eigið fé Almenna leigufélagsins í íbúðinni hækkað um 247 þús. kr. í hverjum mánuði að meðaltali. … og ógeðslegt okur Afborganir af láninu eru rúmlega 95 þús. kr. á mánuði. Ef við bætum 0,18% fasteignagjöldum ofan á þetta, 1,5% viðhaldi árlega, 6% greiðslufallstryggingu og 6% umsýslugjaldi þá er sannarlegur kostnaður Ölmu á þessari íbúð rúmlega 123 þús. kr. Alma gæti leigt íbúðina á því verði án þess að tapa krónu. Hagnaður félagsins yrði samt umtalsverður vegna hækkunar eignaverðs eða um 31% ávöxtun á eigið fé. Ef Alma elti markaðinn í stað þess að leiða hann og leigja íbúðina út á meðalverði þessa bæjarhluta myndi félagið hafa hreinan hagnað af leigunni upp á rúma milljón árlega. Ávöxtun eiginfjár væri þá um 42%. En það dugar Ölmu ekki. Hún leigir íbúðina út á miklu hærra verði eða 285 þús. kr. Sem eru tæplega 159 þús. kr. umfram kostnað félagsins af íbúðinni. Ávöxtunin af útleigunni er því tæplega 20% og ársávöxtun af eiginfjár því samanlagt 51% af leigu og hækkun eignaverðs. Það má vera að hægt sé að ná slíkri ávöxtun með því að flytja inn fíkniefni, en það er samt hæpið. … sem grefur undan lífskjörum Hvers vegna er þetta látið líðast? Af félag sem hagnast um 247 þús. á verðhækkun 97 fm. íbúðar í hverjum mánuði skuli komast upp með að hagnast auk þess um tæplega 159 þús. kr. af því að okra á leigjendum. Hagnaður Ölmu af þessari íbúð er 406 þús. kr. á mánuði eða 4,9 m.kr. á ári. Það er galið. Á meðan borgar leigjandinn 285 þús. kr. á mánuði, sem væri flokkað sem okurleiga í öllum löndum heims. Eðlilegt viðmið í siðuðum löndum er að húsnæðiskostnaður ætti ekki að vera meira en 25% af ráðstöfunarfé fjölskyldu. Ef við bætum við rafmagn og hita má ætla að húsnæðiskostnaður leigjenda þessarar íbúðar sé um 310 þús. kr. Leigjendurnir þurfa því að hafa um 1.240 þús. kr. í ráðstöfunarfé til að vera innan eðlilegra marka varðandi húsnæðiskostnað. Til að ná því þyrftu tveir fullorðnir að hafa hver um sig 910 þús. kr. í tekjur á mánuði. Við vitum öll að fólkið sem er að fara að leigja á Frakkastígnum er ekki með slíkar tekjur. … og er verndað af stjórnvöldum Stjórnvöldum er fullkunnugt um hvernig húsnæðismarkaðurinn virkar og hvernig hann grefur undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Þeim hefur margsinnis verið bent á ástandið. Neyð leigjenda og ógnargróði leigusala hneykslar stjórnvöld ekki heldur eru ráðherrarnir þvert á móti mjög ánægðir með stöðuna. Þeir standa með Ölmu, hinu almenna okurfélagi. Og er hjartanlega sama um fólkið sem neyðist til að verja stærstum hluta tekna sinna til að hafa þak yfir höfðið. Og skapa með því svívirðilegan hagnað hjá fyrirtækjum sem eru gersamlega siðlaus; blóðsugur sem leggjast á heiðvirt fólk og draga úr því lífskraftinn. Ráðherrarnir klappa fyrir þesskonar fyrirtækjum, en fyrirlíta leigjendur. Ég vildi að það væri ekki svo. En þar sem staðan er sannarlega svona þá er rétt að benda á það aftur og aftur. Einn daginn vaknar fólk og losar sig við Almenna okurfélagið. Og vanhæfa ríkisstjórn sem þjónar okrurum, bröskurum og öðum óþjóðalýð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun