Hamla lífeyrissjóðir samkeppni? Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 11:31 Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Samkeppnismál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun