Dagforeldrastéttin sem brúar bilið Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:31 Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun