Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Andrea Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Viðskiptablaðið sagði frá því í maí að miðað við mannfjöldaspá Byggðastofnunar muni vanta 1.775 leikskólapláss í árslok 2026, jafnvel þótt markmið borgarinnar um fjölgun leiksólarýma á næstu árum náist. Fulltrúar meirihlutans í borginni létu greiningu blaðsins og varnaðarorð ýmissa annarra sem vind um eyru þjóta og fullyrtu í aðdraganda kosninga að öllum börnum í borginni yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri þegar á þessu ári. Þau slepptu því að vísu að minnast á það að meira að segja þeirra eigin áætlun gerði ráð fyrir að biðlistar væru byrjaðir að safnast aftur upp af fullum krafti strax á næsta ári. Meirihlutinn var því í besta falli að villa um fyrir fólki og í versta falli að fara fram með óforskammaðar lygar til þess eins að sækja atkvæði. Því miður fellur það enn í meiri mæli á herðar kvenna að hlaupa í skarðið með börnum þegar daggæsla bregst. Hlutfallslega meiri fjarvera kvenna en karla hefur neikvæð hliðrunaráhrif á atvinnuframgang kvenna og tekjuöflun í samanburði við karla til langrar framtíðar, ekki bara rétt á meðan börnin eru lítil. Aðgengi að daggæslu er af þessum sökum afar brýnt jafnréttismál og verður ekki sagt að jafnaðarmenn Samfylkingarinnar standi undir nafni í þessum efnum, heldur þvert á móti. Fé ætti að fylgja barni Talandi um ójöfnuð í boði jafnaðarmanna: jafnaðarmenn hafa sett sig upp á móti tillögum Sjálfstæðisflokks í borginni um að láta fé fylgja barni í skólakerfinu. Með því fyrirkomulagi gætu allar fjölskyldur valið leikskóla og skóla sem mætir þeirra þörfum best, óháð rekstrarformi, þar sem fé fylgir barni svo lengi sem skólagjöld fylgja fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Sambærilegt fyrirkomulag hefur reynst afar vel við heilsugæsluþjónustu, þar sem fólk hefur almennt ekki hugmynd um hvort heilsugæslustöð þess sé rekin af hinu opinbera eða einkaaðila. Með slíku fyrirkomulagi í skólakerfinu hefðu öll börn kost á því að sækja skóla óháð rekstrarformi hans og fjárhagsstöðu heimilisins. Fjölskyldur fengju aukið val og um leið myndast hvati fyrir skólana til að veita sem besta þjónustu. Fyrirkomulagið myndi auka framboðið af slíkum skólum sem svo sannarlega kæmi að góðum notum til að vinna niður biðlista á leikskóla. Allir græða! Jafnaðarmönnum er aftur á móti svo í nöp við einkaframtakið að þeir kjósa heldur allratap og ójöfnuð en að nýta krafta þess til að bæta þjónustu. Á meðan fé fylgir ekki barni eru það aðeins tekjuhærri fjölskyldur sem eiga raunverulegt val og geta betur brúað bilið þegar hið opinbera bregst skyldu sinni. Á sama tíma lifa biðlistarnir áfram góðu lífi, sem og kerfisdrifinn ójöfnuður meðal tekjuhópa og kynja - allt í boði „jafnaðar“manna. Megi þeir skammast sín. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun