Inntaka leikskólabarna í borginni – hvað er best fyrir börnin? Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 15:00 Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða. Í ljósi þess er mjög sorglegt að fylgjast með umræðunni sem virðist snúast fyrst og fremst um þarfir þeirra fullorðnu enn og aftur og sama hvað það kostar. Leikskólastjórnendur hafa bent á að núverandi kerfi sé nú þegar sprungið og að mjög erfitt sé að veita viðunandi aðstæður þar vegna manneklu og fjölda barna. Hvernig dettur okkur þá í hug að það sé góð hugmynd að taka á móti öllum 12 mánaða börnum? Segja má að dagforeldrakerfið sé einnig löngu sprungið og nú þegar eru góð ráð dýr fyrir foreldra eftir að 12 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þarna sitja foreldrar í limbói reddinga og tekjumissis sem er bara að versna núna í ljósi verðbólgu og skerts kaupmáttar heimilanna. Hvernig stendur á því að við sem samfélag getum ekki tekið betur utan um foreldra ungra barna árið 2022? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hjá geðheilsuteymi fjölskylduverndar Heilsugæslunnar bendir á að skynsamlegast sé að gera foreldrum kleift að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin þ.e.a.s. þeim foreldrum sem það kjósa. Foreldrar eru ólíkir, með ólíkar þarfir og því miður hafa líklega flestir ekki ráð á því að vera eins lengi heima með ungum börnum sínum og þeir myndu kjósa sérstaklega þegar engar tekjur koma á meðan. Það virðist þó vera ódýrasta leiðin – fyrir borg og sveitafélög svo ekki sé talað um ríkið sem ætti að sjá sóma sinn í því að koma að borðinu til að finna lausnir. Góð og eðlileg byrjun væri að lengja fæðingarorlofið þangað til leikskólapláss er tryggt. Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá upplifa lang flestir foreldrar þá þungu tilfinningu sem fylgir því að sjá á eftir ungu barni sínu í fang annarra umönnunaraðila og því yngri sem þau eru því erfiðara er það. Það er hrein og bein líffræði sem er innbyggt í innsæi og DNA okkar flestra. Með þessum skrifum mínum vil ég ekki búa til skömm fyrir þá foreldra sem finna ekki þessa tilfinningu en hvernig sem á það er litið þá er þetta erfitt fyrir flesta og ekki síst börnin. Í lok júní var haldin ráðstefna á vegum Embættis Landlæknis – Fyrstu 1000 dagar í lífi barna á norðurlöndunum en fyrstu 1000 dagarnir eru reiknaðir frá getnaði og fyrstu tvö ár barns. Á ráðstefnunni var samankomin hópur fagfólks frá Norðurlöndunum og víðar til að ræða hvernig við getum bætt geðheilsu foreldra og barna þeirra á viðkvæmasta mótunarstigi barns. Ef ráðamenn myndu kynna sér hvað vísindamenn og okkar fremstu fagaðilar segja þá ættum við að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem eru börnunum okkar fyrir bestu. Þannig komum við í veg fyrir miklu stærri vandamál þegar fram líða stundir. Höfundur er formaður Fyrstu fimm hagsmunafélags foreldra og fagaðila.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar