Hvernig líður fólki í orkugeiranum? Hildur Harðardóttir skrifar 22. desember 2022 07:31 Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun