Fara stefnur fyrirtækja sömu leið og áramótaheitin? Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa 28. desember 2022 07:01 Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar