Seðlabanki á hálum ís Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun