Hvernig komast þau upp með þetta? Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2023 20:30 Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins. Við félagarnir hjá VÁ! hittum innviðaráðherra í síðustu viku til að ræða þessa umdeildu tillögu, í kjölfar ítarlegs bréfs um annmarka þess. Við báðum hann vinsamlegast að samþykkja það ekki því þannig yrði unninn óafturkræfur skaði á samfélagi, náttúru og innviðum Austfjarða.. Við hjá VÁ! munum aldrei hvika frá upplýstri skoðun okkar um að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir í Seyðisfirði, það er í óþökk samfélagsins og vinnur beint gegn annarri atvinnuuppbyggingu Mikilvægust er þó náttúran, en sjókvíaeldi er mengandi iðnaður og stórskaðlegur lífríkinu. Stofnanir barðar til hlýðni Við gerð skipulagsins boðaði svæðisráð til fundar á Seyðisfirði og í Reykjavík til að kynna tillögur sínar. Það voru einkennilegir fundir. Íbúar mótmæltu harðlega og bentu svæðisráði á alls kyns rangfærslur tillögunni. Í Reykjavík voru fulltrúar Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á staðnum sem og hlýtur að hafa brugðið mjög við að sjá að í fyrirliggjandi leyfum, og þeim sem eru í ferli, væri ýmist ruðst inná siglingaleið eða í hvíta ljósgeira vita. Eftir þessa, að því er virtist óvæntu uppgötvun bárust 28 athugasemdir frá þeim. En þá var nú aldeilis djöflast í þeim, öllum hindrunum skyldi rutt úr vegi. Sömu stofnanir og sama fólk var sett í að gera tillögu um mótvægisaðgerðir til að þynna út eigin athugasemdir. Þær reyndust auðvitað hraðsoðnar og illa unnar enda sannfæringin um ágæti þeirra greinilega ekki fyrir hendi. Svik Múlaþings VÁ! verður seint í einhverju uppáhaldi hjá meirihlutanum í Múlaþingi en við höfum ítrekað reynt að fá kjörna fulltrúa til að styðja litla samfélagið á Seyðisfirði og íbúalýðræðið, vernda ásýnd nýs sameinaðs sveitarfélags og beita sér í umræðunni. Seyðisfirði var nefnilega lofað í sameiningarferlinu að hann myndi að sjálfsögðu fá að halda sérkennum sínum og blómstra áfram. Eftir að hafa tortryggt og talað niður undirskriftalista íbúa í tvö ár réðst Múlaþing í Gallup-könnun. Niðurstöður hennar sýna að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru andvíg fiskeldisáformunum. Jónína Brynjólfsdóttir forseti bæjarstjórnar hefur sagt að hún styðji ekki áformin séu þau í andstöðu við íbúa. Ætlar hún að standa við þau orð? Það væri virkilega fróðlegt að vita og okkur hjá VÁ! þætti vænt um að fá afdráttarlaus svör. Það þarf varla að taka fram að innviðaráðherra er vel upplýstur um þessa framkomu Múlaþings. Ráðherra veit líka allt um uppbygginguna í Skálanesi og hvernig henni er teflt í tvísýnu, og við spurðum hvernig væri hægt að láta eina atvinnuuppbyggingu trompa aðra - svona í ljósi söngsins um atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum. Fátt um svör Sigurður Ingi sagðist ítrekað ekki vera í leyfisveitingum fyrir fiskeldi - sem er frekar innantómt svar þegar skipulagið leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til. Að að þetta strandsvæðaskipulag hafi verið samþykkt er enn einn áfellisdómurinn yfir þessarri blessuðu stjórnsýslu – skipulagið er meingallað plagg þar sem fögrum orðum er farið um samráð af ýmsum toga sem átti sér því miður aldrei stað. Það er unnið fyrir einn hagsmunaðila og það eru fiskeldisfyrirtækin undir sterkri hagsmunagæslu SFS. Gerði Svæðiráð eitthvað við upplifun sína af mótmælum íbúa/almennings? Var kallað eftir óháðri skoðanakönnun? Var talað við landeigendur? Eigendur í Skálanesi? NEI - það var ekki gert. Með þessu skipulagi færði Sigurður Ingi okkur, í slagtogi með félögum okkar í nýsameinaða sveitarfélaginu Múlaþingi, einu skrefi nær hræðilegum og óafturkræfum raunveruleika. Múlaþing virðist ekki ætla að gera neitt við niðurstöðu íbúakönnunarinnar og ætla þá þannig að taka þátt í því að troðið verði uppá lítið samfélag iðnaði sem íbúar telja ógna annarri atvinnuuppbyggingu sem staðið hefur yfir um árabil. Æ, þessir Seyðfirðingar! Að lokum má nefna það að í svæðisráði sitja nefndarmenn frá aðliggjandi sveitarfélögum sem hafa með ráðum og dáð stutt við uppbyggingu sjókvíaeldis á Austfjörðum undanfarin ár. Enda hafa fiskeldisfyrirtækin alltaf talað með þeim hætti að leyfin liggi í raun fyrir, annað sé bara formsatriði. Það sé búið að ákveða þetta allt saman – bara þetta vesen á þessu Seyðfirðingum alltaf hreint. Geta þeir ekki líka látið glepjast af fagurgala um rausnarlegan stuðning og atvinnu? Og það frá svo frábæru og indælu fyrirtæki sem hefur hrifsað til sín auðlindina endurgjaldslaust? Það er mér reyndar alveg hulin ráðgáta að stjórnvöld hamist svona við að gefa milljarðamæringum í Noregi þessi verðmæti - og nokkrum íslenskum aðdáendum þeirra. Lúin, leið og vonsvikin Dagurinn í dag var þungbær því við bundum vonir við alla fundina og fannst við skynja mikinn meðbyr síðan kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út. Við erum satt best að segja ansi lúin, leið og vonsvikin. Það á ekki eftir að standa lengi, við finnum sem fyrr fyrir krafti fjarðarins og ætlum að halda áfram að trúa því að hægt verði að frelsa fjörðinn frá þessari ansi nálægu vá! Við biðjum alla sem vilja styðja meirihluta Seyðfirðinga að skrá sig í félagið okkar, VÁ! - það er án nokkura skuldbindinga – en okkur þykir vænt um allan stuðning og vitum að hann, auk fjarðarins fagra, mun fleyta okkur langt. www.va-felag.is Höfundur ritar fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins. Við félagarnir hjá VÁ! hittum innviðaráðherra í síðustu viku til að ræða þessa umdeildu tillögu, í kjölfar ítarlegs bréfs um annmarka þess. Við báðum hann vinsamlegast að samþykkja það ekki því þannig yrði unninn óafturkræfur skaði á samfélagi, náttúru og innviðum Austfjarða.. Við hjá VÁ! munum aldrei hvika frá upplýstri skoðun okkar um að sjókvíaeldi kemst ekki fyrir í Seyðisfirði, það er í óþökk samfélagsins og vinnur beint gegn annarri atvinnuuppbyggingu Mikilvægust er þó náttúran, en sjókvíaeldi er mengandi iðnaður og stórskaðlegur lífríkinu. Stofnanir barðar til hlýðni Við gerð skipulagsins boðaði svæðisráð til fundar á Seyðisfirði og í Reykjavík til að kynna tillögur sínar. Það voru einkennilegir fundir. Íbúar mótmæltu harðlega og bentu svæðisráði á alls kyns rangfærslur tillögunni. Í Reykjavík voru fulltrúar Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á staðnum sem og hlýtur að hafa brugðið mjög við að sjá að í fyrirliggjandi leyfum, og þeim sem eru í ferli, væri ýmist ruðst inná siglingaleið eða í hvíta ljósgeira vita. Eftir þessa, að því er virtist óvæntu uppgötvun bárust 28 athugasemdir frá þeim. En þá var nú aldeilis djöflast í þeim, öllum hindrunum skyldi rutt úr vegi. Sömu stofnanir og sama fólk var sett í að gera tillögu um mótvægisaðgerðir til að þynna út eigin athugasemdir. Þær reyndust auðvitað hraðsoðnar og illa unnar enda sannfæringin um ágæti þeirra greinilega ekki fyrir hendi. Svik Múlaþings VÁ! verður seint í einhverju uppáhaldi hjá meirihlutanum í Múlaþingi en við höfum ítrekað reynt að fá kjörna fulltrúa til að styðja litla samfélagið á Seyðisfirði og íbúalýðræðið, vernda ásýnd nýs sameinaðs sveitarfélags og beita sér í umræðunni. Seyðisfirði var nefnilega lofað í sameiningarferlinu að hann myndi að sjálfsögðu fá að halda sérkennum sínum og blómstra áfram. Eftir að hafa tortryggt og talað niður undirskriftalista íbúa í tvö ár réðst Múlaþing í Gallup-könnun. Niðurstöður hennar sýna að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru andvíg fiskeldisáformunum. Jónína Brynjólfsdóttir forseti bæjarstjórnar hefur sagt að hún styðji ekki áformin séu þau í andstöðu við íbúa. Ætlar hún að standa við þau orð? Það væri virkilega fróðlegt að vita og okkur hjá VÁ! þætti vænt um að fá afdráttarlaus svör. Það þarf varla að taka fram að innviðaráðherra er vel upplýstur um þessa framkomu Múlaþings. Ráðherra veit líka allt um uppbygginguna í Skálanesi og hvernig henni er teflt í tvísýnu, og við spurðum hvernig væri hægt að láta eina atvinnuuppbyggingu trompa aðra - svona í ljósi söngsins um atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum. Fátt um svör Sigurður Ingi sagðist ítrekað ekki vera í leyfisveitingum fyrir fiskeldi - sem er frekar innantómt svar þegar skipulagið leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til. Að að þetta strandsvæðaskipulag hafi verið samþykkt er enn einn áfellisdómurinn yfir þessarri blessuðu stjórnsýslu – skipulagið er meingallað plagg þar sem fögrum orðum er farið um samráð af ýmsum toga sem átti sér því miður aldrei stað. Það er unnið fyrir einn hagsmunaðila og það eru fiskeldisfyrirtækin undir sterkri hagsmunagæslu SFS. Gerði Svæðiráð eitthvað við upplifun sína af mótmælum íbúa/almennings? Var kallað eftir óháðri skoðanakönnun? Var talað við landeigendur? Eigendur í Skálanesi? NEI - það var ekki gert. Með þessu skipulagi færði Sigurður Ingi okkur, í slagtogi með félögum okkar í nýsameinaða sveitarfélaginu Múlaþingi, einu skrefi nær hræðilegum og óafturkræfum raunveruleika. Múlaþing virðist ekki ætla að gera neitt við niðurstöðu íbúakönnunarinnar og ætla þá þannig að taka þátt í því að troðið verði uppá lítið samfélag iðnaði sem íbúar telja ógna annarri atvinnuuppbyggingu sem staðið hefur yfir um árabil. Æ, þessir Seyðfirðingar! Að lokum má nefna það að í svæðisráði sitja nefndarmenn frá aðliggjandi sveitarfélögum sem hafa með ráðum og dáð stutt við uppbyggingu sjókvíaeldis á Austfjörðum undanfarin ár. Enda hafa fiskeldisfyrirtækin alltaf talað með þeim hætti að leyfin liggi í raun fyrir, annað sé bara formsatriði. Það sé búið að ákveða þetta allt saman – bara þetta vesen á þessu Seyðfirðingum alltaf hreint. Geta þeir ekki líka látið glepjast af fagurgala um rausnarlegan stuðning og atvinnu? Og það frá svo frábæru og indælu fyrirtæki sem hefur hrifsað til sín auðlindina endurgjaldslaust? Það er mér reyndar alveg hulin ráðgáta að stjórnvöld hamist svona við að gefa milljarðamæringum í Noregi þessi verðmæti - og nokkrum íslenskum aðdáendum þeirra. Lúin, leið og vonsvikin Dagurinn í dag var þungbær því við bundum vonir við alla fundina og fannst við skynja mikinn meðbyr síðan kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út. Við erum satt best að segja ansi lúin, leið og vonsvikin. Það á ekki eftir að standa lengi, við finnum sem fyrr fyrir krafti fjarðarins og ætlum að halda áfram að trúa því að hægt verði að frelsa fjörðinn frá þessari ansi nálægu vá! Við biðjum alla sem vilja styðja meirihluta Seyðfirðinga að skrá sig í félagið okkar, VÁ! - það er án nokkura skuldbindinga – en okkur þykir vænt um allan stuðning og vitum að hann, auk fjarðarins fagra, mun fleyta okkur langt. www.va-felag.is Höfundur ritar fyrir hönd VÁ, félags um vernd fjarðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun