Við gleymum oft því dýrmætasta: Tíma Ásta Möller Sívertsen skrifar 24. apríl 2023 07:01 Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar