Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:41 Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að skora fyrir Blika. Vísir/hulda Margrét Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu eins marks sigur á Val í kvöld. Mark Breiðabliks skoraði núríkjandi markakóngur deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson. Breiðablik fer með þessum sigri upp fyrir Val í stöðutöflunni og situr nú í öðru sæti deildarinnar með 21 stig. Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór af stað með látum þegar Viktor Karl setti boltann í netið eftir aðeins 25 sekúndur, en hann var réttilega dæmdur rangstöður af línuverði leiksins. Spennustigið var mjög hátt á upphafsmínútum leiksins, leikmenn fóru fast í allar tæklingar og návígi og það voru mikil læti bæði inni á vellinum og í áhorfendum uppi í stúku. Dómari leiksins skynjaði spennuna inni á vellinum og veitti leikmönnum beggja liða tiltal. Vísir/Hulda Margrét Þetta var annars mjög lokaður og jafn leikur, hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri. Breiðablik héldu betur í boltann en Valsmenn og voru vel skipulagðir í sínum varnarleik. En liðin gengu markalaus til búningsherbergja sinna í hálfleik. Það var svo á upphafsmínútum síðari hálfleiks sem Breiðablik tókst að brjóta ísinn. Markið kom eftir gott samspil Höskulds Gunnlaugssonar og Jasonar Daða á hægri kanti, Jason gaf svo fyrir á Stefán Inga sem lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið. Vísir/Hulda Margrét Hlynur Freyr, varnarmaður Valsmanna fór meiddur af velli eftir að hafa hoppað upp í skallabolta og lent illa á hægri fæti. Hann reyndi að halda leik áfram en fór útaf á 73. mínútu leiksins. Markaskorarinn Stefán Ingi meiddist svo sjálfur á mjöðm nokkrum mínútum síðar og var borinn af velli. Valsmenn settu allan sinn kraft í sóknarleikinn og virtust líklegir til að jafna metin á loka mínútum leiksins, en varnarlína Blikanna stóð þetta virkilega vel af sér og niðurstaða leiksins því eins marks sigur hjá Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar mega þakka varnarmönnum sínum sigurinn í dag, þeim tókst vel að brjóta niður sóknarleik Valsmanna og gáfu fá færi á sér. Eins og segir leit allt út fyrir að Valur myndi jafna leikinn undir lokin en Blikum tókst að halda þetta út. Að sjálfsögðu þarf einnig að veita markaskorara leiksins sína viðurkenningu, Stefán Ingi átti góðan leik og gerði vel í að skora mark í svo lokuðum leik með fáum marktækifærum. Hverjir stóðu upp úr? Andri Rafn Yeoman og Arnór Sveinn, bakverðir Breiðabliks, áttu báðir frábæran leik í dag. Valur sækir mikið upp kantana með vængmönnum sínum og bakvörðum en þeir Andri og Arnór gerðu vel í að brjóta uppspil þeirra niður. Hvað gekk illa? Valsmönnum tókst illa að skapa sér færi í þessum leik og héldu ekki nógu vel í boltann. Þeim vantaði aðeins meiri ákefð allan leikinn, það var ekki fyrr en síðustu tíu mínútur leiksins að manni fannst þeir virkilega reyna að jafna leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst á útivelli mánudaginn, 29. maí klukkan 19:15. Breiðablik mætir botnliði Keflavíkur og Valur heimsækir topplið Víkinga. Gísli: Alveg sama hver er að skora þessi mörk svo lengi sem við vinnum leikina Gísli Eyjólfsson hefur átt gott tímabil fyrir Íslandsmeistarana.Vísir/Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með sigurinn „Virkilega gott að ná að byrja fyrstu heimaleikina á nýju gervigrasi með sigrum og hreinu laki“ Framvinda leiksins var öðruvísi en margir bjuggust við fyrirfram, áhorfendur áttu von á opnum leik með mörgum mörkum. „Hann var svolítið lokaður, mér fannst Valsararnir vel skipulagðir og virkilega sterkir, þeir létu okkur finna fyrir því en mér fannst við svara þeim vel.“ Gísli hefur byrjað mótið vel, með fimm mörk í fyrstu níu leikjunum og var valinn leikmaður umferðarinnar í 8. umferð deildarinnar. Hann er óviss hverjum þeirri velgengni sé að þakka. „Veit það ekki, boltinn dettur fyrir mig og ég er að komast í betri stöður en mér svosem alveg sama hver er að skora þessi mörk svo lengi sem við vinnum leikina.“ Breiðablik hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir slaka byrjun á mótinu. „Mér finnst við vera að finna taktinn, það eru margir nýir leikmenn og við erum að finna betur tengingu milli hvors annars, þetta er að smella saman núna.“ Arnar: Þurfum að gera betur en í dag Arnar Grétarsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var svekktur með tapið „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en ég átti von á. Mér fannst ganga erfiðlega að spila út úr vörninni og það var ekki mikið flæði, þegar við náðum að losa úr fyrstu og annarri pressu þá vorum við lengi að koma boltanum aftur fyrir eða færa boltann milli svæða.“ Þjálfaranum fannst liðið ekki sýna sínar bestu hliðar í dag „Í svona leikjum þá þurfa menn bara að eiga topp dag, fótboltalega séð, og mér fannst við ekki alveg vera þar. Það kom smá neisti, síðustu tíu plús uppbótartímann, en það var bara of seint“ Valsmenn eiga næst leik við Víkinga, sem hafa unnið alla sína leiki á mótinu. Arnar telur sitt lið þó eiga möguleika gegn þeim. „Við eigum alltaf möguleika. Það er bara nýr leikur, þetta er svekkjandi að tapa báðum leikjunum á móti Breiðablik en það er bara næsti leikur og menn þurfa að stíga upp. Við þurfum að gera betur en í dag.“ Besta deild karla Breiðablik Valur
Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu eins marks sigur á Val í kvöld. Mark Breiðabliks skoraði núríkjandi markakóngur deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson. Breiðablik fer með þessum sigri upp fyrir Val í stöðutöflunni og situr nú í öðru sæti deildarinnar með 21 stig. Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór af stað með látum þegar Viktor Karl setti boltann í netið eftir aðeins 25 sekúndur, en hann var réttilega dæmdur rangstöður af línuverði leiksins. Spennustigið var mjög hátt á upphafsmínútum leiksins, leikmenn fóru fast í allar tæklingar og návígi og það voru mikil læti bæði inni á vellinum og í áhorfendum uppi í stúku. Dómari leiksins skynjaði spennuna inni á vellinum og veitti leikmönnum beggja liða tiltal. Vísir/Hulda Margrét Þetta var annars mjög lokaður og jafn leikur, hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri. Breiðablik héldu betur í boltann en Valsmenn og voru vel skipulagðir í sínum varnarleik. En liðin gengu markalaus til búningsherbergja sinna í hálfleik. Það var svo á upphafsmínútum síðari hálfleiks sem Breiðablik tókst að brjóta ísinn. Markið kom eftir gott samspil Höskulds Gunnlaugssonar og Jasonar Daða á hægri kanti, Jason gaf svo fyrir á Stefán Inga sem lúrði á fjærstönginni og kom boltanum í netið. Vísir/Hulda Margrét Hlynur Freyr, varnarmaður Valsmanna fór meiddur af velli eftir að hafa hoppað upp í skallabolta og lent illa á hægri fæti. Hann reyndi að halda leik áfram en fór útaf á 73. mínútu leiksins. Markaskorarinn Stefán Ingi meiddist svo sjálfur á mjöðm nokkrum mínútum síðar og var borinn af velli. Valsmenn settu allan sinn kraft í sóknarleikinn og virtust líklegir til að jafna metin á loka mínútum leiksins, en varnarlína Blikanna stóð þetta virkilega vel af sér og niðurstaða leiksins því eins marks sigur hjá Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar mega þakka varnarmönnum sínum sigurinn í dag, þeim tókst vel að brjóta niður sóknarleik Valsmanna og gáfu fá færi á sér. Eins og segir leit allt út fyrir að Valur myndi jafna leikinn undir lokin en Blikum tókst að halda þetta út. Að sjálfsögðu þarf einnig að veita markaskorara leiksins sína viðurkenningu, Stefán Ingi átti góðan leik og gerði vel í að skora mark í svo lokuðum leik með fáum marktækifærum. Hverjir stóðu upp úr? Andri Rafn Yeoman og Arnór Sveinn, bakverðir Breiðabliks, áttu báðir frábæran leik í dag. Valur sækir mikið upp kantana með vængmönnum sínum og bakvörðum en þeir Andri og Arnór gerðu vel í að brjóta uppspil þeirra niður. Hvað gekk illa? Valsmönnum tókst illa að skapa sér færi í þessum leik og héldu ekki nógu vel í boltann. Þeim vantaði aðeins meiri ákefð allan leikinn, það var ekki fyrr en síðustu tíu mínútur leiksins að manni fannst þeir virkilega reyna að jafna leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst á útivelli mánudaginn, 29. maí klukkan 19:15. Breiðablik mætir botnliði Keflavíkur og Valur heimsækir topplið Víkinga. Gísli: Alveg sama hver er að skora þessi mörk svo lengi sem við vinnum leikina Gísli Eyjólfsson hefur átt gott tímabil fyrir Íslandsmeistarana.Vísir/Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með sigurinn „Virkilega gott að ná að byrja fyrstu heimaleikina á nýju gervigrasi með sigrum og hreinu laki“ Framvinda leiksins var öðruvísi en margir bjuggust við fyrirfram, áhorfendur áttu von á opnum leik með mörgum mörkum. „Hann var svolítið lokaður, mér fannst Valsararnir vel skipulagðir og virkilega sterkir, þeir létu okkur finna fyrir því en mér fannst við svara þeim vel.“ Gísli hefur byrjað mótið vel, með fimm mörk í fyrstu níu leikjunum og var valinn leikmaður umferðarinnar í 8. umferð deildarinnar. Hann er óviss hverjum þeirri velgengni sé að þakka. „Veit það ekki, boltinn dettur fyrir mig og ég er að komast í betri stöður en mér svosem alveg sama hver er að skora þessi mörk svo lengi sem við vinnum leikina.“ Breiðablik hefur tekist að rétta vel úr kútnum eftir slaka byrjun á mótinu. „Mér finnst við vera að finna taktinn, það eru margir nýir leikmenn og við erum að finna betur tengingu milli hvors annars, þetta er að smella saman núna.“ Arnar: Þurfum að gera betur en í dag Arnar Grétarsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var svekktur með tapið „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en ég átti von á. Mér fannst ganga erfiðlega að spila út úr vörninni og það var ekki mikið flæði, þegar við náðum að losa úr fyrstu og annarri pressu þá vorum við lengi að koma boltanum aftur fyrir eða færa boltann milli svæða.“ Þjálfaranum fannst liðið ekki sýna sínar bestu hliðar í dag „Í svona leikjum þá þurfa menn bara að eiga topp dag, fótboltalega séð, og mér fannst við ekki alveg vera þar. Það kom smá neisti, síðustu tíu plús uppbótartímann, en það var bara of seint“ Valsmenn eiga næst leik við Víkinga, sem hafa unnið alla sína leiki á mótinu. Arnar telur sitt lið þó eiga möguleika gegn þeim. „Við eigum alltaf möguleika. Það er bara nýr leikur, þetta er svekkjandi að tapa báðum leikjunum á móti Breiðablik en það er bara næsti leikur og menn þurfa að stíga upp. Við þurfum að gera betur en í dag.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti