„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ Steinar Ingi Kolbeins skrifar 19. júní 2023 18:00 Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar