Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Kristófer Már Maronsson skrifar 28. júní 2023 07:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Hvalveiðar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar