Í átt að sterkara borgarasamfélagi Vala Karen Viðarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 07:01 Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun