Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Kristófer Már Maronsson skrifar 10. ágúst 2023 14:30 Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skattar og tollar Íslenskir bankar Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun