Leikskólamál í Kópavogi Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:31 Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun