Landsbankahúsið Árni Tómas Ragnarsson skrifar 18. september 2023 09:30 Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Reykjavík Íslenskir bankar Árni Tómas Ragnarsson Tengdar fréttir Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31 Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir.
Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun