Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 13:00 Hassabis segir aðkallandi að horfa til alþjóðlegrar stefnumörkunar og eftirlits með þróun gervigreindar. epa/Wu Hong Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf. Gervigreind Tækni Google Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf.
Gervigreind Tækni Google Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira