Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 13:00 Hassabis segir aðkallandi að horfa til alþjóðlegrar stefnumörkunar og eftirlits með þróun gervigreindar. epa/Wu Hong Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf. Gervigreind Tækni Google Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf.
Gervigreind Tækni Google Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira