Hrikalega sýnileg Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. október 2023 12:00 Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Hrekkjavaka Börn og uppeldi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun