Hús-næði Hjálmar Sveinsson skrifar 8. nóvember 2023 08:31 Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun