Hefur barnið þitt tíma til að leika sér? Ásgerður Arna Sófusdóttir, Daðey Albertsdóttir og Sigrún Yrja Klörudóttir skrifa 25. janúar 2024 09:01 Í nútíma samfélagi er alltaf nóg um að vera. Við höfum aðgang að öllum heimsins upplýsingum í gegnum snjalltækin okkar og getum náð í flesta hvenær sem er dagsins. Margir foreldrar tala í auknum mæli um streitu sem fylgir foreldra hlutverkinu í nútíma samfélagi enda að mörgu að hyggja. Við viljum það besta fyrir börnin okkar; sinna þeim vel, vera til staðar og hlúa vel að þeim. Þar að auki er oft pressa á að standa okkur vel í vinnu, huga að heilsunni og láta heimsmálin okkur varða. Ef litið er yfir hinn dæmigerða dag er athyglisvert að skoða hversu mikill tími gefst til að gera hluti sem eru ekki fyrirfram skipulagðir. Hversu mikinn tíma höfum við til að vera í flæði, dunda okkur, eiga innihaldsríkar samræður við vini, samstarfsfélaga, maka, börn? Hversu mikinn tíma höfum við til að vera í ró og næði? Og hversu oft leiðist okkur? Erum við kannski alltaf á þönum að reyna að klára öll verkefnin sem við setjum okkur fyrir þann daginn? Afhverju eru verkefnin svona mörg? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Og er kannski kominn tími til að hægja á? Hvenær hafa börn tíma til að gera ekki neitt? Það hljómar kannski undarlega að þurfa að passa uppá að börn hafi svigrúm til gera ekki neitt en raunveruleikinn er sá að mörg börn hafa sjaldan tækifæri til þess og frítími barna fer minnkandi. Dagskrá barna er oft og tíðum þétt skipuð. Þau eru í skólanum bróðurpart dagsins og auk þess eru mörg í skipulögðum íþróttum eða tómstundastarfi. Þau fara með að versla í matinn og eru stundum í gæslu á meðan foreldrarnir skjótast í ræktina. Þegar heim er komið þurfa grunnskólabörnin að sinna heimalestri eða námi og svo má ekki gleyma skjátímanum sem flest börn passa upp á að fá. Eitt af því sem hefur lykiláhrif á þroska barna er að þau hafi svigrúm til að leika sér. Að þau hafi tækifæri til að leika sér á eigin forsendum. Leikur þar sem enginn fyrirfram ákveðinn tilgangur eða útkoma stýrir leiknum heldur er það barnið og ímyndunarafl þess sem ræður för. Leikur er ekki eitthvað sem börn gera á milli mikilvægra stunda. Leikurinn er eitt það mikilvægasta sem börn taka sér fyrir hendur og er nauðsynlegur til að efla þroska og færni barna og þau læra best í gegnum leik. Þess vegna er svo mikilvægt að börn hafi svigrúm til að leika sér – líka heima! Börn hafa líka gott af því að láta sér leiðast. Þegar þeim leiðist fá þau tækifæri til að finna sjálf upp á einhverju skemmtilegu að gera. Þegar þau finna sér sjálf eitthvað skemmtilegt að gera eflir það hugmyndaflugið, ímyndunaraflið, þrautseigjuna og sköpunarkraftinn. Börn hafa gott af því að dagdreyma og leyfa huganum að reika. Þau þurfa rými til að melta og meðtaka það sem gerðist þann daginn. Það gera þau best í gegnum leik því leikurinn endurspeglar þeirra veruleika og upplifun. Í gegnum leikinn fá þau tækifæri til að vinna úr þeim upplýsingum sem þau meðtóku yfir daginn. Þau læra af því sem þau upplifa í umhverfinu og prófa sig áfram. Því er mikilvægt að þau fái tækifæri til þess og huga að því að ekki sé of mikið áreiti í umhverfi barnanna. Þetta þarf auðvitað ekki að líta eins út hjá öllum. Börn hafa mismunandi getu og ólíkar þarfir. Öll geta þau samt leikið sér á sinn hátt. Það eru ekki öll börn sem una sér í hlutverka- og ímyndunarleik. Börn eru mis skapandi og hafa ekki öll gaman af listrænum verkefnum. Það eru ekki öll börn sem vilja fylgja leiðbeiningum. Svo er gott að hafa í huga að leikurinn breytist með auknum þroska og aldri. Sama hvernig þitt barn kýs að leika sér þá er mikilvægt að þau hafi tíma og rými til leika sér á sinn hátt. Það er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um leikinn nú á tímum þar sem vinnudagur barna er gjarnan langur og skjátími oft mikill. Það er svo margt í boði sem getur stolið athyglinni okkar og dýrmæta tímanum sem fæst okkar eiga nóg af. Tæknin er komin til að vera eins og oft er sagt og margt gott kemur í gegnum skjáinn. En það má ekki gleyma því sem er svo óskaplega mikilvægt fyrir þroska og velferð barna - tími til að leika sér frjálst, láta hugann reika og leyfa ímyndunaraflinu að takast á flug. Hvað get ég gert? Það er ýmislegt sem foreldrar geta gert til að ýta undir sjálfstæðan leik barna sinna. Hér eru nokkur dæmi um það sem reynst hefur okkur og þeim fjölskyldum sem við vinnum með vel: Passa áreitið og streituna í daglegu lífi. Ekki þarf að plana allar stundir og mikilvægt er að hafa svigrúm til að gera ekki neitt. Hafa skýrar reglur um hvenær skjátími er í boði og hvenær ekki. Ef reglurnar eru einfaldar og skýrar vita börnin að hverju þau ganga og minnkar það líkurnar á því að þau biðji um að fara í skjáinn í tíma og ótíma. Gott viðmið er að hafa amk. skjálausar stundir á morgnana (jafnvel um helgar), við matarborð og eftir kvöldmat. Hægt er að hafa tímaramma daglega sem má fara í skjáinn sem er fyrirfram ákveðinn og getur farið eftir aldri barnsins en passa að skjárinn taki ekki upp allar dauðar stundir á kostnað leiksins. Hér þurfa foreldrar einnig að huga að eigin skjátíma því þeir eru fyrirmyndir barna sinna. Eiga gæðastund með barninu strax eftir leik- eða grunnskóla. Börnin eru þá búin að vera í burtu frá heimili sínu í lengri tíma og hafa þörf fyrir samveru með foreldrum sínum. Ef byrjað er á því að setjast á gólfið með þeim og leika, lita með þeim eða taka þátt í verkefnum sem eru á þeirra forsendum, þau velja og þeim þykja skemmtileg erum við að fylla á tengslatankinn þeirra sem er orðinn frekar tómur eftir daginn. Gott að hafa í huga að hafa enga truflun líkt og ekki eigin síma nálægt. Þetta þarf ekki að vera langt, gott viðmið er 20 mínútur, hægt er að stilla klukku og svo þegar tíminn er búinn er hægt að fara að sinna verkefnum sem þarf að sinna. Þá er barnið búið að fá innihaldsríka samveru með foreldri og leikur jafnvel kominn af stað sem barnið getur svo haldið áfram með. Utandyra eru börnin gjarnan mun frjálsari og öflugri að leika sér sjálf heldur en innan veggja heimilisins. Að verja tíma í náttúrunni eflir athygli, hreysti og almenna vellíðan. Það þarf ekki að vera flóknara en svo að fara bara út og leyfa barninu að ráða för. Kannski komist þið út á róló en kannski er leiðin þangað meira spennandi fyrir barnið. Jafnvel stutt stund úti í fersku lofti gefur aukna orku og bætt skap. Börn eiga oft auðveldara með að leika sér sjálfstætt nálægt foreldrum sínum og kjósa það jafnvel frekar en að vera ein inni í herbergi. Þess vegna er sniðugt að þau hafi tækifæri til að leika sé í stofunni og/eða við eldhúsborðið. Hafa leikföng sjáanleg og aðgengileg þannig að börnin geti sjálf byrjað að leika án fyrirhafnar. Forðast að hafa of mikið af leikföngum í boði hverju sinni því það getur orðið til þess að barnið eigi erfiðara með að finna sér eitthvað að gera því valmöguleikarnir eru of yfirþyrmandi. Nota opinn efnivið svosem kubba, lausamuni, leir og liti sem gefur möguleika á frjálsri sköpun. Höfundar: Daðey Albertsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð Sigrún Yrja Klörudóttir erfélagsráðgjafi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um leik barna hjá Leikvitund.is Ásgerður Arna Sófusdóttir er hjúkrunarfræðingur, teymisstýra í fjölskylduteymi hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og eigandi hjá Elfur Ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Heilsa Heilbrigðismál Tækni Geðheilbrigði Daðey Albertsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í nútíma samfélagi er alltaf nóg um að vera. Við höfum aðgang að öllum heimsins upplýsingum í gegnum snjalltækin okkar og getum náð í flesta hvenær sem er dagsins. Margir foreldrar tala í auknum mæli um streitu sem fylgir foreldra hlutverkinu í nútíma samfélagi enda að mörgu að hyggja. Við viljum það besta fyrir börnin okkar; sinna þeim vel, vera til staðar og hlúa vel að þeim. Þar að auki er oft pressa á að standa okkur vel í vinnu, huga að heilsunni og láta heimsmálin okkur varða. Ef litið er yfir hinn dæmigerða dag er athyglisvert að skoða hversu mikill tími gefst til að gera hluti sem eru ekki fyrirfram skipulagðir. Hversu mikinn tíma höfum við til að vera í flæði, dunda okkur, eiga innihaldsríkar samræður við vini, samstarfsfélaga, maka, börn? Hversu mikinn tíma höfum við til að vera í ró og næði? Og hversu oft leiðist okkur? Erum við kannski alltaf á þönum að reyna að klára öll verkefnin sem við setjum okkur fyrir þann daginn? Afhverju eru verkefnin svona mörg? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Og er kannski kominn tími til að hægja á? Hvenær hafa börn tíma til að gera ekki neitt? Það hljómar kannski undarlega að þurfa að passa uppá að börn hafi svigrúm til gera ekki neitt en raunveruleikinn er sá að mörg börn hafa sjaldan tækifæri til þess og frítími barna fer minnkandi. Dagskrá barna er oft og tíðum þétt skipuð. Þau eru í skólanum bróðurpart dagsins og auk þess eru mörg í skipulögðum íþróttum eða tómstundastarfi. Þau fara með að versla í matinn og eru stundum í gæslu á meðan foreldrarnir skjótast í ræktina. Þegar heim er komið þurfa grunnskólabörnin að sinna heimalestri eða námi og svo má ekki gleyma skjátímanum sem flest börn passa upp á að fá. Eitt af því sem hefur lykiláhrif á þroska barna er að þau hafi svigrúm til að leika sér. Að þau hafi tækifæri til að leika sér á eigin forsendum. Leikur þar sem enginn fyrirfram ákveðinn tilgangur eða útkoma stýrir leiknum heldur er það barnið og ímyndunarafl þess sem ræður för. Leikur er ekki eitthvað sem börn gera á milli mikilvægra stunda. Leikurinn er eitt það mikilvægasta sem börn taka sér fyrir hendur og er nauðsynlegur til að efla þroska og færni barna og þau læra best í gegnum leik. Þess vegna er svo mikilvægt að börn hafi svigrúm til að leika sér – líka heima! Börn hafa líka gott af því að láta sér leiðast. Þegar þeim leiðist fá þau tækifæri til að finna sjálf upp á einhverju skemmtilegu að gera. Þegar þau finna sér sjálf eitthvað skemmtilegt að gera eflir það hugmyndaflugið, ímyndunaraflið, þrautseigjuna og sköpunarkraftinn. Börn hafa gott af því að dagdreyma og leyfa huganum að reika. Þau þurfa rými til að melta og meðtaka það sem gerðist þann daginn. Það gera þau best í gegnum leik því leikurinn endurspeglar þeirra veruleika og upplifun. Í gegnum leikinn fá þau tækifæri til að vinna úr þeim upplýsingum sem þau meðtóku yfir daginn. Þau læra af því sem þau upplifa í umhverfinu og prófa sig áfram. Því er mikilvægt að þau fái tækifæri til þess og huga að því að ekki sé of mikið áreiti í umhverfi barnanna. Þetta þarf auðvitað ekki að líta eins út hjá öllum. Börn hafa mismunandi getu og ólíkar þarfir. Öll geta þau samt leikið sér á sinn hátt. Það eru ekki öll börn sem una sér í hlutverka- og ímyndunarleik. Börn eru mis skapandi og hafa ekki öll gaman af listrænum verkefnum. Það eru ekki öll börn sem vilja fylgja leiðbeiningum. Svo er gott að hafa í huga að leikurinn breytist með auknum þroska og aldri. Sama hvernig þitt barn kýs að leika sér þá er mikilvægt að þau hafi tíma og rými til leika sér á sinn hátt. Það er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um leikinn nú á tímum þar sem vinnudagur barna er gjarnan langur og skjátími oft mikill. Það er svo margt í boði sem getur stolið athyglinni okkar og dýrmæta tímanum sem fæst okkar eiga nóg af. Tæknin er komin til að vera eins og oft er sagt og margt gott kemur í gegnum skjáinn. En það má ekki gleyma því sem er svo óskaplega mikilvægt fyrir þroska og velferð barna - tími til að leika sér frjálst, láta hugann reika og leyfa ímyndunaraflinu að takast á flug. Hvað get ég gert? Það er ýmislegt sem foreldrar geta gert til að ýta undir sjálfstæðan leik barna sinna. Hér eru nokkur dæmi um það sem reynst hefur okkur og þeim fjölskyldum sem við vinnum með vel: Passa áreitið og streituna í daglegu lífi. Ekki þarf að plana allar stundir og mikilvægt er að hafa svigrúm til að gera ekki neitt. Hafa skýrar reglur um hvenær skjátími er í boði og hvenær ekki. Ef reglurnar eru einfaldar og skýrar vita börnin að hverju þau ganga og minnkar það líkurnar á því að þau biðji um að fara í skjáinn í tíma og ótíma. Gott viðmið er að hafa amk. skjálausar stundir á morgnana (jafnvel um helgar), við matarborð og eftir kvöldmat. Hægt er að hafa tímaramma daglega sem má fara í skjáinn sem er fyrirfram ákveðinn og getur farið eftir aldri barnsins en passa að skjárinn taki ekki upp allar dauðar stundir á kostnað leiksins. Hér þurfa foreldrar einnig að huga að eigin skjátíma því þeir eru fyrirmyndir barna sinna. Eiga gæðastund með barninu strax eftir leik- eða grunnskóla. Börnin eru þá búin að vera í burtu frá heimili sínu í lengri tíma og hafa þörf fyrir samveru með foreldrum sínum. Ef byrjað er á því að setjast á gólfið með þeim og leika, lita með þeim eða taka þátt í verkefnum sem eru á þeirra forsendum, þau velja og þeim þykja skemmtileg erum við að fylla á tengslatankinn þeirra sem er orðinn frekar tómur eftir daginn. Gott að hafa í huga að hafa enga truflun líkt og ekki eigin síma nálægt. Þetta þarf ekki að vera langt, gott viðmið er 20 mínútur, hægt er að stilla klukku og svo þegar tíminn er búinn er hægt að fara að sinna verkefnum sem þarf að sinna. Þá er barnið búið að fá innihaldsríka samveru með foreldri og leikur jafnvel kominn af stað sem barnið getur svo haldið áfram með. Utandyra eru börnin gjarnan mun frjálsari og öflugri að leika sér sjálf heldur en innan veggja heimilisins. Að verja tíma í náttúrunni eflir athygli, hreysti og almenna vellíðan. Það þarf ekki að vera flóknara en svo að fara bara út og leyfa barninu að ráða för. Kannski komist þið út á róló en kannski er leiðin þangað meira spennandi fyrir barnið. Jafnvel stutt stund úti í fersku lofti gefur aukna orku og bætt skap. Börn eiga oft auðveldara með að leika sér sjálfstætt nálægt foreldrum sínum og kjósa það jafnvel frekar en að vera ein inni í herbergi. Þess vegna er sniðugt að þau hafi tækifæri til að leika sé í stofunni og/eða við eldhúsborðið. Hafa leikföng sjáanleg og aðgengileg þannig að börnin geti sjálf byrjað að leika án fyrirhafnar. Forðast að hafa of mikið af leikföngum í boði hverju sinni því það getur orðið til þess að barnið eigi erfiðara með að finna sér eitthvað að gera því valmöguleikarnir eru of yfirþyrmandi. Nota opinn efnivið svosem kubba, lausamuni, leir og liti sem gefur möguleika á frjálsri sköpun. Höfundar: Daðey Albertsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð Sigrún Yrja Klörudóttir erfélagsráðgjafi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi um leik barna hjá Leikvitund.is Ásgerður Arna Sófusdóttir er hjúkrunarfræðingur, teymisstýra í fjölskylduteymi hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og eigandi hjá Elfur Ráðgjöf
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun