Að taka mark á konum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 13:01 Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Jafnréttismál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard, fyrirlestur sem ber heitið Raddir kvenna í hinu opinbera rými. Þar rekur hún með hvaða hætti konur sem taka þátt í opinberri umræðu hafa frá forngrikkjum til Facebook verið sagt að þegja og dregið hefur verið dár að röddu þeirra. Í fyrirlestri sínum rekur hún raddir kvenna í hinum forna heimi og tengir þær við kynsystur sínar sem hafa látið að sér kveða í nútímanum. Hún ber þess sjálf vitni að hafa þurft að takast á við fordóma í sinn garð á vettvangi fræðanna, þar sem karlar hafa kennivald framar konum. Sú þöggun sem á sér stað birtist í þeim myndum að konur sem tjá sig opinberlega eru gerðar karllægar og þannig gert lítið úr kyngervi þeirra, sagðar tilfinningasamar eða kvartsárar, raddblær kvenna hefur í fjölmiðlum ekki sömu áhrif og djúp karlarödd og sjónarmið þeirra fá minni athygli en karllæg. Alvarlegast er það ofbeldi sem konur í opinberri umræðu sæta, en Mary Beard varð fyrir miklum netárásum á samfélagsmiðlum í kjölfarið á því að hafa bent á jákvæð áhrif innflytjenda á breska menningu og breskt efnahagslíf. Árásirnar voru, eins og við þekkjum af íslenskum samfélagsmiðlum, flestar kynbundnar og kynferðislegar. Í fyrirlestri sínum nefnir hún tvær undantekningar í hinum forna heimi, þar sem konum var leyft að tala óáreittar, annarsvegar til varnar fjölskyldu sinni frammi fyrir rétti og hinsvegar við píslardauða, en mörg dæmi eru í rómverskum heimildum um að kristnar konur hafi borið trú sinni vitni áður en þeim var kastað fyrir ljónin. Að þeim undantekningum frátöldum ber heimildum saman um að konur eiga ekki heima í opinberri umræðu og að tilraunir þeirra til þátttöku hafa undantekningarlaust verið bældar niður. Í frásögnum guðspjallanna er María Magdalena miðlæg, þó guðspjallamennirnir leggi mismunandi áherslu á þátt hennar sem upprisuvitni. María Magdalena er ein stærsta persónan í frumkristni og mikilvægi hennar er kirkjunni í senn nauðsynleg og neyðarleg. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls er hún ein við opnu gröfina en í hinum guðspjöllunum er hún í fylgd kvenna, sem ekki eru nefndar annarsstaðar í frásögnunum. Í þeim öllum fær hún það hlutverk að bera upprisunni vitni til lærisveina Jesú. Sú staðreynd að kona verður fyrst upprisuvottur er jafnframt bundin vandkvæðum, þar sem frásagnir kvenna voru ekki álitnar marktækar, og hjá kristnum, gyðinglegum og rómverskum höfundum er gert lítið úr henni fyrir vikið. Þessi staðreynd, að konur voru fyrstu upprisuvitnin, gerði áreiðanleika frásagnarinnar minni í hugum þeirra sem hlýddu á og sú staðreynd gerir sagnfræðilegan áreiðanleika þess sterkari. Þegar litið er yfir ástand heimsins er auðvelt að fallast hendur gagnvart því ranglæti og þeirri illsku sem manneskjan er fær um en augu trúarinnar sjá möguleika mannsins til að breytast. Það fagnaðarerindi er kjarninn í boðskap kristninnar, að manneskjan á sér viðreisnar von og að við getum breytt þessum heimi. Mig langar að leggja til leið til að stíga stórtækt skref í átt að réttlátari heimi. Leiðin er að taka mark á konum á sama hátt og við tökum mark á körlum. Að við hættum að gera lítið úr eða draga dár að þeim systrum okkar sem taka þátt í opinberri umræðu, vitandi að þær munu mæta aðkasti og dómhörku á samfélagsmiðlum. Máli mínu til stuðnings get ég bent á þá blessun sem fylgdi því að taka mark á Maríu Magdalenu. Konur sem orða ofbeldi í sinn garð eru ekki kvartsárar, þær eru spámenn. Konur sem andmæla þeim stofnunum sem hamla þeim eru ekki frekar, þær eru siðbótakonur. Konur sem ljá opinberri umræðu röddu sína eru ekki mjóróma, þær eru rödd hrópandans í eyðimörkinni, og karlar sem leggja við hlustir heyra fagnaðarboðskap og öðlast fyrir vikið trú á betri heim.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun