Skýr flokkslína í útlendingamálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:45 „Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm. Í fimmta skiptið árið 2023 varð frumvarpið samþykkt þó að undanskilinni stórri breytingu til að fækka þeim sem hingað koma til að sækja um alþjóðlega vernd sem eru þegar með slíka vernd í öðru Evrópuríki. Slík breyting hefur nú verið lögð fram enn einu sinni ásamt fleiri mikilvægum breytingum á lögunum og fer sú umræða fram á Alþingi í dag. Það er rétt hjá þáverandi formanni Samfylkingarinnar að flokkslína Sjálfstæðisflokksins hefur verið afar skýr um stöðu þessa málaflokks í lengri tíma. Forysta um breytingar Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði árið 2019 fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga. Tilgangur frumvarpsins var að herða reglur sem gilda um þá sem fá hér á landi alþjóðlega vernd. Það var gert til að bregðast við því að umsóknum var farið að fjölga, þá sérstaklega frá umsækjendum sem höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki. Markmiðið var skýrt, að stytta málsmeðferðartíma og draga úr bið sem og kostnaði ríkissjóðs. Þá var líka lagt upp með að uppfylla betur alþjóðlegar skuldbindingar okkar varðandi brottvísanir á þeim sem dvöldu ólöglega í landinu. Frumvarpið var lagt fram í þinginu af næstu þremur dómsmálaráðherrum með einhverjum breytingum. Með hverju árinu stækkaði hópurinn sem hingað leitaði sem áður hafði fengið alþjóðlega vernd í öðru landi og enn var bætt í frumvarpið mikilvægum breytingum til að auka skilvirkni og draga úr séríslenskum reglum. Frumvarpið var loks samþykkt í fyrra. Varað við þróun Í tíð minni sem dómsmálaráðherra benti ég meðal annars á stóraukinn kostnað við málaflokkinn, sem þá var orðinn um 4 milljarðar árið 2021 en voru 220 milljónir fyrir áratug. Við vöruðum við þróuninni þá, þegar undir þúsund einstaklingar sem þegar höfðu hlotið vernd í öðru ríki komu til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Engann óraði fyrir því að brátt myndi öll Evrópa standa frammi fyrir því að takast á við fjöldaflótta frá Úkraínu ásamt því hvernig kerfið myndi bregðast við umsóknum frá Venesúela. Málaflokkurinn er kvikur og krefst þess að löggjafarvaldið geti brugðist við breytingum og þróun. Það hefur Alþingi ekki gert. Kostnaðurinn í dag hleypur á að minnsta kosti 20 milljörðum. Séríslenskar reglur Það á enn við það sem ég skrifaði í grein í Morgunblaðið 19. nóvember 2021: ,,Að undanförnu hefur þróunin hér á landi einkennst af mikilli aukningu umsókna um alþjóðlega vernd frá fólki sem þegar hefur hlotið vernd í öðru Evrópuríki. Á síðustu tveimur árum hefur hlutfallið farið úr 20% í 55% af þeim sem hingað leita eftir vernd. Verndarkerfið þarf að ráða við málafjöldann og geta sinnt þeim sem virkilega þurfa á vernd að halda. Þessi staða er ólík þeirri sem þekkist í hinum norrænu ríkjunum. Skýringin felst í ólíku lagaumhverfi hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Mikil sérstaða og frávik varðandi málsmeðferð einstakra hópa, ásamt frjálsri för um Schengen-svæðið, hefur leitt til þess að hingað kemur tiltölulega mikill fjöldi einstaklinga sem þegar hefur sótt um vernd í öðrum ríkjum Evrópu og það í meira mæli en stjórnsýslan ræður við.” Hvergi á Norðurlöndunum er svo hátt hlutfall af þeim sem koma þegar með alþjóðlega vernd í öðru ríki. Nú reynir enn og aftur á Alþingi að samþykkja breytingar á séríslenskum reglum. Ráðum við verkefnið Enn á ný hefur dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp með breytingum til að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd og stytta málsmeðferðartíma. Það er engin ástæða til að hafa hér séríslenskar reglur. Stefnan er því að samræma löggjöfina okkar Norðurlöndunum. Ísland á ekki að vera meira aðlaðandi kostur en önnur lönd. Við þurfum að ráða við verkefnið inna því vel úr hendi. Við erum farin að ganga of nærri samfélaginu okkar, skólum og öðrum innviðum samfélagsins. Við ætlum að ná stjórn á málaflokknum og núna virðist loksins vera tækifæri til að sammælast um það því enginn vill samfélag sem hrekkur úr jafnvægi. Á þau varnaðarorð hefur ekki verið hlustað áður en við höfum nú tækifæri til að læra af reynslunni og gera þetta vel. Við erum flest sammála um það að vilja taka vel á móti fólki, þá sérstaklega fólki sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda og við ráðum við að taka á móti. Á þeim grundvelli getum við náð samstöðu um þennan viðkvæma málaflokk. Það hvernig málin hafa þróast, þá sérstaklega mikil fjölgun í hópi umsækjenda sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki, bitnar mest á þeim sem þurfa raunverulega á vernd að halda en fá ekki afgreiðslu sinna mála og þar af leiðandi ekki þann stuðning sem flest okkar eru sammála um að veita þeim. Árangur fyrir Ísland Það er ánægjulegt að við virðumst vera að komast á þann stað að geta rætt um málefni útlendinga án upphrópana og gífuryrða. Það skiptir máli fyrir Ísland hvernig við ætlum að takast á við áskoranir samfélagsins, meðal annars fjölgun fólks og öldrun. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um heildarsýn málaflokksins þar sem mörg framfaramál eru nefnd. Ég hef og mun áfram vinna í því að auðvelda alþjóðlegum sérfræðingum að koma hingað svo atvinnulífinu vanti ekki mannauð til að auka verðmætasköpun hérlendis, tryggja að við bjóðum upp á öfluga íslenskukennslu, auðvelda viðurkenningu á menntun innflytjenda og taka þátt í umræðu um innflytjendamál og þróun samfélagsins. Um þetta er þó minni ágreiningur en ekki eru þetta síður stór verkefni til að ná utanum. Það er þó ekki hægt að fela sig á bakvið þá stóru umræðu og forðast með því að taka afstöðu til mikilvægara breytinga á málefnum fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd þó það hafi reynst mörgum stjórnmálaflokkum erfitt til þessa. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm. Í fimmta skiptið árið 2023 varð frumvarpið samþykkt þó að undanskilinni stórri breytingu til að fækka þeim sem hingað koma til að sækja um alþjóðlega vernd sem eru þegar með slíka vernd í öðru Evrópuríki. Slík breyting hefur nú verið lögð fram enn einu sinni ásamt fleiri mikilvægum breytingum á lögunum og fer sú umræða fram á Alþingi í dag. Það er rétt hjá þáverandi formanni Samfylkingarinnar að flokkslína Sjálfstæðisflokksins hefur verið afar skýr um stöðu þessa málaflokks í lengri tíma. Forysta um breytingar Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði árið 2019 fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga. Tilgangur frumvarpsins var að herða reglur sem gilda um þá sem fá hér á landi alþjóðlega vernd. Það var gert til að bregðast við því að umsóknum var farið að fjölga, þá sérstaklega frá umsækjendum sem höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki. Markmiðið var skýrt, að stytta málsmeðferðartíma og draga úr bið sem og kostnaði ríkissjóðs. Þá var líka lagt upp með að uppfylla betur alþjóðlegar skuldbindingar okkar varðandi brottvísanir á þeim sem dvöldu ólöglega í landinu. Frumvarpið var lagt fram í þinginu af næstu þremur dómsmálaráðherrum með einhverjum breytingum. Með hverju árinu stækkaði hópurinn sem hingað leitaði sem áður hafði fengið alþjóðlega vernd í öðru landi og enn var bætt í frumvarpið mikilvægum breytingum til að auka skilvirkni og draga úr séríslenskum reglum. Frumvarpið var loks samþykkt í fyrra. Varað við þróun Í tíð minni sem dómsmálaráðherra benti ég meðal annars á stóraukinn kostnað við málaflokkinn, sem þá var orðinn um 4 milljarðar árið 2021 en voru 220 milljónir fyrir áratug. Við vöruðum við þróuninni þá, þegar undir þúsund einstaklingar sem þegar höfðu hlotið vernd í öðru ríki komu til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Engann óraði fyrir því að brátt myndi öll Evrópa standa frammi fyrir því að takast á við fjöldaflótta frá Úkraínu ásamt því hvernig kerfið myndi bregðast við umsóknum frá Venesúela. Málaflokkurinn er kvikur og krefst þess að löggjafarvaldið geti brugðist við breytingum og þróun. Það hefur Alþingi ekki gert. Kostnaðurinn í dag hleypur á að minnsta kosti 20 milljörðum. Séríslenskar reglur Það á enn við það sem ég skrifaði í grein í Morgunblaðið 19. nóvember 2021: ,,Að undanförnu hefur þróunin hér á landi einkennst af mikilli aukningu umsókna um alþjóðlega vernd frá fólki sem þegar hefur hlotið vernd í öðru Evrópuríki. Á síðustu tveimur árum hefur hlutfallið farið úr 20% í 55% af þeim sem hingað leita eftir vernd. Verndarkerfið þarf að ráða við málafjöldann og geta sinnt þeim sem virkilega þurfa á vernd að halda. Þessi staða er ólík þeirri sem þekkist í hinum norrænu ríkjunum. Skýringin felst í ólíku lagaumhverfi hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Mikil sérstaða og frávik varðandi málsmeðferð einstakra hópa, ásamt frjálsri för um Schengen-svæðið, hefur leitt til þess að hingað kemur tiltölulega mikill fjöldi einstaklinga sem þegar hefur sótt um vernd í öðrum ríkjum Evrópu og það í meira mæli en stjórnsýslan ræður við.” Hvergi á Norðurlöndunum er svo hátt hlutfall af þeim sem koma þegar með alþjóðlega vernd í öðru ríki. Nú reynir enn og aftur á Alþingi að samþykkja breytingar á séríslenskum reglum. Ráðum við verkefnið Enn á ný hefur dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp með breytingum til að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd og stytta málsmeðferðartíma. Það er engin ástæða til að hafa hér séríslenskar reglur. Stefnan er því að samræma löggjöfina okkar Norðurlöndunum. Ísland á ekki að vera meira aðlaðandi kostur en önnur lönd. Við þurfum að ráða við verkefnið inna því vel úr hendi. Við erum farin að ganga of nærri samfélaginu okkar, skólum og öðrum innviðum samfélagsins. Við ætlum að ná stjórn á málaflokknum og núna virðist loksins vera tækifæri til að sammælast um það því enginn vill samfélag sem hrekkur úr jafnvægi. Á þau varnaðarorð hefur ekki verið hlustað áður en við höfum nú tækifæri til að læra af reynslunni og gera þetta vel. Við erum flest sammála um það að vilja taka vel á móti fólki, þá sérstaklega fólki sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda og við ráðum við að taka á móti. Á þeim grundvelli getum við náð samstöðu um þennan viðkvæma málaflokk. Það hvernig málin hafa þróast, þá sérstaklega mikil fjölgun í hópi umsækjenda sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki, bitnar mest á þeim sem þurfa raunverulega á vernd að halda en fá ekki afgreiðslu sinna mála og þar af leiðandi ekki þann stuðning sem flest okkar eru sammála um að veita þeim. Árangur fyrir Ísland Það er ánægjulegt að við virðumst vera að komast á þann stað að geta rætt um málefni útlendinga án upphrópana og gífuryrða. Það skiptir máli fyrir Ísland hvernig við ætlum að takast á við áskoranir samfélagsins, meðal annars fjölgun fólks og öldrun. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um heildarsýn málaflokksins þar sem mörg framfaramál eru nefnd. Ég hef og mun áfram vinna í því að auðvelda alþjóðlegum sérfræðingum að koma hingað svo atvinnulífinu vanti ekki mannauð til að auka verðmætasköpun hérlendis, tryggja að við bjóðum upp á öfluga íslenskukennslu, auðvelda viðurkenningu á menntun innflytjenda og taka þátt í umræðu um innflytjendamál og þróun samfélagsins. Um þetta er þó minni ágreiningur en ekki eru þetta síður stór verkefni til að ná utanum. Það er þó ekki hægt að fela sig á bakvið þá stóru umræðu og forðast með því að taka afstöðu til mikilvægara breytinga á málefnum fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd þó það hafi reynst mörgum stjórnmálaflokkum erfitt til þessa. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun