Heimilisuppbót – áskorun til ráðherra Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:02 ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök hafa skorað á félags- og vinnumarkaðsráðherra að bregðast við fordæmisgefandi dómi Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum sem sneri að afgreiðslu umsókna um heimilisuppbót. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars og sendi ÖBÍ áskorun til ráðherra í kjölfarið. Heimilisuppbót Áður en lengra er haldið er gott að útskýra hvað felst í heimilisuppbót og dóminn sjálfan sömuleiðis. Heimilisuppbót er, í sem fæstum orðum, viðbót við lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fyrir örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyristaka sem búa einir á Íslandi. Lífeyristakinn verður að vera einhleypur en má búa með börnum undir 18 ára eða þá ungmennum á milli 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun. Fordæmisgefandi dómur Þá að málinu sjálfu. Dómurinn (í máli nr. 30/2023) sneri að því að einstaklingur hafði sótt um heimilisuppbót og fékk synjun á þeim forsendum að hann var enn skráður í sambúð í Þjóðskrá þrátt fyrir að hafa slitið samvistum við maka nokkrum árum áður. Þá hafði honum verið synjað um leiðréttingu skráningar sinnar þar sem ekki hafði verið greitt úr ágreiningi um forsjá og lögheimili barna þeirra. Sem sagt, viðkomandi bjó sannarlega einn og raunverulegar aðstæður uppfylltu skilyrði um heimilisuppbót. Skráningin í Þjóðskrá var hins vegar röng. Niðurstaða Hæstaréttar er í stuttu máli sú að í lögum má finna efnisleg lagaskilyrði um raunverulega félagslega og fjárhagslega stöðu lífeyristaka og hvort hann sé í reynd einn um heimilisrekstur. Tryggingastofnun ríkisins hefði átt að taka tillit til gagna um aðstæður og hagi viðkomandi og skoða stöðu hans heildstætt. Tryggingastofnun var óheimilt að hafna umsókninni einungis vegna skráningarinnar í Þjóðskrá. En hvað svo? Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta tiltekna mál og öll sanngjörn skoðun á því leiðir í ljós að dómurinn er fordæmisgefandi. Nokkur hópur einstaklinga er í sambærilegri stöðu og sá sem er til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ekki láta duga að leiðrétta mál þessa eina lífeyristaka. Stjórnvöld mega ekki viðhalda stefnu þar sem ólögmætar synjanir eða skerðingar eru viðhafðar árum saman á þeim sem kerfinu ber að vernda. Því hefur ÖBÍ skorað á ráðherra að grípa til eftirfarandi aðgerða. Endurskoða þarf framkvæmd Tryggingastofnunar við afgreiðslu umsókna um heimilisafbót. Stofnunin þarf að tryggja að raunverulegar aðstæður umsækjanda verði lagðar til grundvallar og skoða þarf hvort viðkomandi sé raunverulega einn um heimilisrekstur. Tryggja þarf fullnægjandi rannsókn og upplýsingagjöf til umsækjenda. Endurupptöku er þörf í málum einstaklinga sem hafa sótt um heimilisuppbót en verið synjað á grundvelli opinberrar skráningar. Þá þarf að fara fram uppgjör vangreiddra greiðslna til þeirra sem fengu ranglega synjun. Ef einstaklingi hefur verið synjað um heimilisuppbót vegna opinberrar skráningar en gögn liggja ekki fyrir um að félagslegar- og fjárhagslegar aðstæður séu með þeim hætti að viðkomandi fullnægi skilyrðum þarf að veita leiðbeiningar um að sá hinn sami gæti átt rétt á endurupptöku og afturvirku uppgjöri. Einnig þarf að veita leiðbeiningar um þau gögn sem leggja má fram til sönnunar stöðu sinnar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar