„Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“ Páll Magnússon skrifar 17. maí 2024 14:01 Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Páll Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar