Varnir gegn gagnagíslatökum Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 2. júlí 2024 09:01 Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Netglæpir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun