Heimur á heljarþröm 12. júlí 2024 16:01 Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar