Börnin á Gaza Elín Björk Jónasdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. ágúst 2024 11:31 Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun