Börnin á Gaza Elín Björk Jónasdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. ágúst 2024 11:31 Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar