Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar 4. október 2024 13:33 Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun