Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar 6. október 2024 20:29 Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Háskólar Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Sjá meira
Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar