Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar 6. október 2024 20:29 Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Háskólar Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun