Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar 6. október 2024 20:29 Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Háskólar Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst. Árið 2023 kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Lögfesting staðalsins hefur því ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt, þ.e. hann hefur haft lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna. Nú hefur málflutningi Samtaka atvinnulífsins borist liðstyrkur úr átt sem einhverjum kynni að þykja óvænt. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að jafnlaunavottun hafi ekki aðeins verið gagnslaus fyrir verka- og láglaunakonur, heldur hafi hún veikt möguleika þeirra á að ná árangri í kjarabaráttu sinni. Þá segir hún að vandinn sé ekki innan einstaka stofnana eða fyrirtækja. Þar hittir hún naglann á höfuðið, vandinn stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Hann verður ekki leystur með íþyngjandi kröfum, kostnaði og gríðarlegu magni upplýsinga sem skila þarf ár hvert til þess að hljóta viðhaldsvottanir. Þá hefur Diljá Mist Einarsdóttir lagt fram frumvarp um endurskoðun jafnlaunavottunar í annað sinn. Frumvarpið mælist til þess að jafnlaunavottun verði gerð valkvæð eins og hún var upphaflega hugsuð. Mikilvægt er að frumvarpið fái framgang á Alþingi svo um það megi eiga málefnalega umræðu í nefndum þingsins og við hagsmunaaðila, s.s. aðila vinnumarkaðarins en þar virðist nú vera að myndast aukin samstaða um ógagnsemi skyldubundinnar jafnlaunavottunar. Líkt og áður segir komu Samtök atvinnulífsins að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma. Staðlinum var aldrei ætlað að verða að lögum. Hann var gerður til að vera valkvæður og hafa samtökin kallað eftir því að afnumin verði lagaskylda til að uppfylla kvaðir hans. Í sjálfbærniregluverki ESB sem stjórnkerfið innleiðir nú af miklum móð leynast mörg tækifæri í bland við áskoranir. Bæði í regluverki um ófjárhagslega upplýsingagjöf (CSRD) og í launagagnsæistilskipun ESB er að finna kröfur um upplýsingar frá fyrirtækjum sem jafna má við þær sem eru í jafnlaunastaðlinum. Nema að ætlun stjórnvalda sé að margregluvæða atvinnulífið er nauðsynlegt að huga að endurskoðun reglna um jafnlaunavottun. Við eigum öll að geta sammælst um það. Höfundur er lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun