Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. október 2024 13:33 Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun