Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 07:16 Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun