Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:53 Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram opinn fundur Kennarasambands Íslands um menntamál með frambjóðendum til Alþingis. Verkfallsaðgerðir KÍ eru yfirstandandi og mig langaði að höfða til þeirra sem taka þátt í þessum fundi og biðja þau um að setja sig í spor foreldris sem á barn í ótímabundnu verkfalli á leikskólastigi. Yfirstandandi verkfallsaðgerðir KÍ ná til 3% leikskólabarna um landið, ótímabundið. Ég er móðir leikskólabarns í Reykjavík sem þessar aðgerðir ná til. Í Reykjavík nær þetta til um 100 af 6000 leikskólabörnum. Foreldrar þessara barna hafa biðlað til KÍ að láta verkfallsaðgerðir fara á milli skóla, eins og á öðrum skólastigum, eða fara í allsherjarverkfall. Þannig myndi það bíta fleiri fast en þess örfáu börn sem hafa enga aðkomu að þessari deilu og fjölskyldur þeirra. Foreldrar hafa alls ekki hvatt KÍ til að hætta sínum verkfallsaðgerðum. Við viljum að kennararnir okkar fái sanngjörn laun. Í mínum augum eru verkfallsaðgerðir KÍ á leikskólastigi ekki ósvipaðar því að læknar myndu neita þeim sem eru fæddir 1967 um heilbrigðisþjónustu eða að hjúkrunarfræðingar legðu niður störf á einni heilsugæslu, ótímabundið og lífið héldi áfram hjá rest. Hvernig fyndist okkur annars ef starfsemi eins elliheimilis væri lögð niður ótímabundið, til að bæta kjör aldraðra um landið? Örvænting hjá foreldrum þessara barna er mikil, þegar skilaboð KÍ eru á þá leið að það sé ekkert mál að halda þessum aðgerðum áfram vel fram á næsta ár. Þrjár vikur eru liðnar af verkfalli og umfjöllun um samningaviðræður gefur ekki tilefni til bjartsýni. KÍ neitar að svara Áður en verkfallsaðgerðir hófust fengum við þau skilaboð að KÍ og Félag leikskólakennara væru til í að hitta áhyggjufulla foreldra á fundi, en svo var það boð dregið til baka. Þá var okkur bent á að senda KÍ tölvupósta ef við hefðum einhverjar spurningar. Einu svörin sem fengust voru að KÍ þætti leitt að mismuna þessum börnum og að þau myndu ekki tjá sig frekar við okkur. Þegar ljóst var að KÍ ætlaði ekki að svara einstaka foreldrum óskuðu foreldraráð þessara fjögurra leikskóla eftir fundi með KÍ, en þeirri fundarbeiðni hefur enn ekki verið svarað. Foreldrar hafa einnig í örvæntingu sinni leitað annarra leiða til að stöðva þessa mismunun. Þeir hafa til dæmis haft samband við umboðsmann barna, barnamálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, borgarlögmann, borgar- og sveitarstjóra, aðra kjörna fulltrúa og formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, vitandi engu að síður að þessar aðgerðir eru eingöngu á forræði KÍ. Ég er mjög hugsi yfir því að opinber þjónusta við örfáa geti verið tekin í burtu um óákveðinn tíma fyrir hagsmuni miklu stærri heildar. Það er mikilvægt að halda því til haga að ein mismunun réttlætir ekki aðra. Er þetta löglegt? Þegar frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna var lagt fram árið 1986 kom fram í meðfylgjandi greinargerð að færu þessir starfsmenn í verkfall skyldi það vera allsherjarverkfall sem næði til allra starfsmanna vinnuveitenda í sveitarfélaginu. Markmið þessara laga var vissulega ekki að skapa þær aðstæður sem eru uppi í dag. Þau sem vinna opinber störf sinna þar með grunnþjónustu samfélagsins, sem við höfum sem samfélag ákveðið að allir eigi rétt á. Það er mikilvægt að opinberir starfsmenn búi við réttlát kjör, en það er ekki síður mikilvægt að við stöndum vörð um þessa grunnþjónustu. Við ættum öll að rísa upp á afturlappirnar þegar örlítill hópur er sviptur grunnþjónustu fyrir hagsmuni mikið stærri heildar. Það á ekki síst við þegar það á við um brot af okkar viðkvæmustu hópum samfélagsins, svo sem börn sem ekki geta varið sig sjálf og eiga allt undir því að við gætum þeirra. Aldrei aftur Ég vona að ekkert barn verði aftur sett í þá stöðu sem barnið mitt er í núna. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að kennarar fræða börnin okkar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en stéttarfélög kennaranna brjóta á réttindum þessara sömu barna. Það er mín skoðun að fullorðnir eigi ekki að fórna réttindum varnarlausra barna til að berjast fyrir sínum kjörum. Það á að forðast í lengstu lög að fara í aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á börn og leggja allt kapp á að lágmarka skaðann sem slíkar aðgerðir valda þeim, ef þær teljast nauðsynlegar. Við sem erum foreldrar þessa barnahóps upplifum okkur varnarlaus og þau fáu sem reyna að standa með okkur ná aðeins að gera það með veikum mætti. Því miður kemur í ljós kerfið okkar nær ekki að vernda börnin okkar almennilega og því þarf að breyta. Fyrir mér snýst þetta um hvernig samfélagi við viljum búa í og hvernig við komum fram við börnin okkar. Viljum við að kennarar búi við góð kjör? Já! En tilgangurinn helgar ekki meðalið og réttlætir ekki þær verkfallsaðgerðir KÍ sem nú standa yfir á leikskólastigi. Guðný Hrafnkelsdóttir, móðir leikskólabarna í Reykjavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun