Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar 29. nóvember 2024 11:23 Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar