Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 13:02 Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun