Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 22:30 Með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar hefur umræðan um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) aftur færst í brennidepil. Viðreisn, sem hefur lengi gert ESB-aðild áberandi málstað sinn, hefur nú fengið tækifæri til áhrifa innan þessarar samsteypu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fór til Brussel á fund stækkunarstjóra ESB, og sagði talsmaður hans í kjölfarið að aðildarumsókn Íslands væri virk þrátt fyrir að Ísland hafi dregið umsókn sína til baka á sínum tíma. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að utanríkisráðherra hefði fyrst og fremst farið til að koma á eðlilegum samskiptum nýrrar ríkisstjórnar við ESB. Aðildarríki ESB greiða framlag til sambandsins, sem er notað til að fjármagna verkefni og stofnanir ESB. Ísland þyrfti að leggja fram verulegar fjárhæðir, sem gætu verið íþyngjandi fyrir litla þjóð. Með inngöngu í ESB yrði Ísland skuldbundið til að fylgja lögum og reglum sambandsins. Margir telja að þetta gæti takmarkað sveigjanleika Íslands við að setja eigin reglur sem henta sérstökum aðstæðum landsins. Aðild að ESB myndi þýða að Ísland yrði hluti af sameiginlegu tollabandalagi. Þetta gæti leitt til aukins innflutnings á ódýrari landbúnaðarvörum frá öðrum löndum innan sambandsins. Ísland hefur miklar og einstakar endurnýjanlegar orkulindir, eins og vatnsafl og jarðhita. Með ESB-aðild gæti landið þurft að opna fyrir frjálsari aðgang að auðlindunum og jafnvel samþykkja eignarhald erlendra aðila á þessum auðlindum. Sjávarútvegur, sem er ein af lykilstoðum íslensks efnahags, myndi einnig þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem gæti þýtt minni stjórn yfir eigin fiskimiðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar hefur umræðan um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) aftur færst í brennidepil. Viðreisn, sem hefur lengi gert ESB-aðild áberandi málstað sinn, hefur nú fengið tækifæri til áhrifa innan þessarar samsteypu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fór til Brussel á fund stækkunarstjóra ESB, og sagði talsmaður hans í kjölfarið að aðildarumsókn Íslands væri virk þrátt fyrir að Ísland hafi dregið umsókn sína til baka á sínum tíma. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að utanríkisráðherra hefði fyrst og fremst farið til að koma á eðlilegum samskiptum nýrrar ríkisstjórnar við ESB. Aðildarríki ESB greiða framlag til sambandsins, sem er notað til að fjármagna verkefni og stofnanir ESB. Ísland þyrfti að leggja fram verulegar fjárhæðir, sem gætu verið íþyngjandi fyrir litla þjóð. Með inngöngu í ESB yrði Ísland skuldbundið til að fylgja lögum og reglum sambandsins. Margir telja að þetta gæti takmarkað sveigjanleika Íslands við að setja eigin reglur sem henta sérstökum aðstæðum landsins. Aðild að ESB myndi þýða að Ísland yrði hluti af sameiginlegu tollabandalagi. Þetta gæti leitt til aukins innflutnings á ódýrari landbúnaðarvörum frá öðrum löndum innan sambandsins. Ísland hefur miklar og einstakar endurnýjanlegar orkulindir, eins og vatnsafl og jarðhita. Með ESB-aðild gæti landið þurft að opna fyrir frjálsari aðgang að auðlindunum og jafnvel samþykkja eignarhald erlendra aðila á þessum auðlindum. Sjávarútvegur, sem er ein af lykilstoðum íslensks efnahags, myndi einnig þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem gæti þýtt minni stjórn yfir eigin fiskimiðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun