Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2025 14:30 Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun