Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun