Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun