Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Bernd Leno var hetja Fulham. Simon Stacpoole/Getty Images Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni. Rauðu djöflarnir tóku á móti Fulham í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Gestirnir frá Lundúnum leiddu í hálfleik eftir að Calvin Bassey skoraði eftir hornspyrnu í blálok fyrri hálfleiks. BASSSEYYY!Old Trafford is silenced as Calvin Bassey has his first FA Cup goal in his first-ever FA Cup game for @FulhamFC ⚪️#EmiratesFACup pic.twitter.com/VZZub4sUam— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Þar sem mörkin urðu ekki fleiri var staðan 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk. Eftir það þurfti að framlengja. The technique to pull off this finish 🥵#EmiratesFACup pic.twitter.com/45LvKXZaZa— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Ekkert var skorað í framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar var Bernd Leno hetjan þar sem hann varði spyrnur Victor Lindelöf og Joshua Zirkzee. The holders are out 😲Bernd Leno is the shootout hero for @FulhamFC!#EmiratesFACup pic.twitter.com/1mICZ5tphe— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Fulham er komið í 8-liða úrslit ásamt Aston Villa, Brighton & Hove Albion, Manchester City, Crystal Palace, Bournemouth og Preston North End. Á morgun kemur í ljós hvort Nottingham Forest eða Ipswich Town verði síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni. Rauðu djöflarnir tóku á móti Fulham í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Gestirnir frá Lundúnum leiddu í hálfleik eftir að Calvin Bassey skoraði eftir hornspyrnu í blálok fyrri hálfleiks. BASSSEYYY!Old Trafford is silenced as Calvin Bassey has his first FA Cup goal in his first-ever FA Cup game for @FulhamFC ⚪️#EmiratesFACup pic.twitter.com/VZZub4sUam— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Þar sem mörkin urðu ekki fleiri var staðan 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk. Eftir það þurfti að framlengja. The technique to pull off this finish 🥵#EmiratesFACup pic.twitter.com/45LvKXZaZa— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Ekkert var skorað í framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar var Bernd Leno hetjan þar sem hann varði spyrnur Victor Lindelöf og Joshua Zirkzee. The holders are out 😲Bernd Leno is the shootout hero for @FulhamFC!#EmiratesFACup pic.twitter.com/1mICZ5tphe— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 2, 2025 Fulham er komið í 8-liða úrslit ásamt Aston Villa, Brighton & Hove Albion, Manchester City, Crystal Palace, Bournemouth og Preston North End. Á morgun kemur í ljós hvort Nottingham Forest eða Ipswich Town verði síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin.