Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun