Söguleg árás dróna og róbóta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 13:35 Úkraínskur hermaður á æfingu með dróna. Getty/Roman Chop Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46
Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34