Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 24. mars 2025 10:30 Eftirfarandi var haft eftir Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "It may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal," Þetta mætti þýða þannig "Það getur verið hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna, en að vera vinur Bandaríkjanna er banvænt," Er þetta rétt? Er þetta að rætast í Úkraínu? Náið samstarf Kína og Rússlands Segja má að náið samstarf Rússlands og Kína sé orðið vandamál fyrir Bandaríkin í þeirri stórveldasamkeppni sem nú ríkir. Þess vegna gætu bætt samskipti við Rússland styrkt stöðu Bandaríkjanna og það er ljóst að stjórn Donald Trump vill betri samskipti við Rússland þrátt fyrir Úkraínustríðið. Bandaríkin hafa áður breytt um áherslur í alþjóðasamskiptum. Fræg er för Richard Nixon og Henry Kissinger til Kína árið 1972. Bandaríkin gætu nú fundið sig knúin til að gera eitthvað sem bætir samskiptin við Rússland og um leið reyna að veikja samband Rússlands við Kína. En hvað er hægt að gera? Samskipti Kína og Rússlands eru orðin mjög náin. Kína hefur verið líflína Rússlands efnahagslega eftir að Úkraínustríðið hófst og mildað þannig áhrif refsiaðgerða vesturlanda vegna stríðsins. Kína er vaxandi iðnveldi sem þarf hráefni í miklu magni og Rússland er eitt auðlindaríkasta land í heiminum. Samstarf þeirra við núverandi aðstæður ættu ekki að koma á óvart. Geta Bandaríkin rekið fleyg í þetta samband. Hvað gætu Bandaríkin boðið Rússlandi í staðinn? Friðarsamningur Eitt væri friðarsamningur í Úkraínu á forsendum sem Pútin sættir sig við. Eftirgjöf á landi og hlutleysi Úkraínu sem stæði áfram utan NATO. Afnám refsiaðgerða gegn Rússlandi. Ég er ekki að fullyrða að þetta sé ætlun stjórnvalda í Bandaríkjunum en yrði þetta að veruleika myndu sum Evrópuríki líta svo á að Úkraínu hafi verðið fórnað eins og peði á taflborði. Rússnesk stjórnvöld hafa alltaf mótmælt stækkun NATO og margt bendir til að Bandaríkin vilji draga sig hernaðarlega úr Evrópu að miklu, eða hugsanlega öllu leyti. Þetta væri í samræmi við vilja Pútin. En væri þetta nóg? Hugsanlega ekki, viðskiptasamband Rússlands og Kína yrði áfram mikilvægt fyrir bæði ríkin. Við það bætist að þó staða Donald Trump sé sterk í Bandaríkjunum í dag verður hann ekki forseti nema í 4 ár í viðbót. Hann getur ekki lofað Pútin neinu til lengdar? Leiðtogar Kína sitja að jafnaði lengur en forsetar Bandaríkjanna og staða Xi Jinping núverandi leiðtoga Kína er sterk. Nýr forseti Bandaríkjanna gæti hugsanlega eftir 4 ár snúið við mörgu við af því sem Donald Trump gerir nú á seinna kjörtímabili sínu. Pútin væri því að taka áhættu með bættum samskiptum við Bandaríkin á kostnað samskiptanna við Kína. Það er líka áhætta í þessu fyrir Trump. Ef samningar um Úkraínu verða óhagstæðir að mati Evrópuríkja spillir það samstarfi Bandaríkjanna við Evrópu í framtíðinni. Þó Evrópa standi ekki vel í varnarmálum á dag eru mörg lönd álfunnar rík og viðskipti við Evrópu áfram mikilvæg fyrir Bandaríkin. Dragi Donald Trump Bandaríkin að miklu eða öllu leyti úr NATO gætu Evrópuríki farið að líta á Bandaríkin sem ótraustan bandamann, „unreliable partner.“ Uppákomurnar með Grænland og Kananda hafa þegar valdið usla. Það gæti tekið langan tíma að bæta þetta samband aftur ef Evrópu tækist að auka viðskipti sín við aðra heimshluta á kostnað viðskipa við Bandaríkin. Evrópa gæti líka styrkt sig í varnarmálum farið að framleiða sín eigin vopn í meira mæli en nú er og keypt vopn frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Staðan í Úkraínustríðinu Eins og staðan er í Úkraínustríðinu virðast a.m.k. sum Evrópuríki vilja halda stríðinu áfram og tilkynna enn frekari vopnasendingar til landsins. Donald Trump vil aftur á móti gera friðarsamning við Rússa. Hann vísar í fjölda dauðsfalla sem fylgja stríðinu sem hann vill stöðva. Við þetta bætist meiri eyðilegging eigna auk þess sem meira landsvæði gæti tapast í áframhaldandi stríði. Eins og staðan er í dag hafa Rússar aftur á móti hvata til að halda stríðinu áfram. Í áframhaldandi stríði er það Úkraína sem verður fyrir mannfalli („pays the blood price”), en ekki NATO ríkin. Bandaríkin vilja ekki veita Úkraínu öryggistryggingu. Keir Starmer forsætirsáðherra Bretlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands vinna að því að koma upp hópi viljugra þjóða „coalition of the willing“ til friðargæslu. Ólíklegt er að hægt verði að ná samkomulagi við Rússland um friðargæsluliða frá NATO ríkjum í Úkraínu. Þannig yrði Úkraína að þeirra mati óformlegt NATO ríki. Bretar og Frakkar geta ekki fyllt skarð Bandaríkjanna í Úkraínustríðinu eins og staðan er í dag. Í nýlegu símtali milli Donalds Trump og Vladímír Pútins, vildi Trump almennt vopnahlé í Úkraínu á meðan aðeins var samið um að hætta að eyðileggja orkuinnviði í 30 daga. Það eru sennilega ekki miklir orkuinnviðir eftir til að eyðileggja í Úkraínu. Um 80% af orkuinnviðum Úkraínu höfðu eyðilagst eftir rússneskar sprengjuárásir, var haft eftir Zelenskí í BBC í september 2024. Aftur á móti eru miklir innviðir í Rússlandi sem Pútin vill að ekki verði ráðist á. Pútin vill halda opnu talsambandi við Trump og þetta var niðurstaðan, samtalið heldur áfram. Vaxandi stórveldasamkeppni Við lifum nú í margpóla heimi „multipolar world“ sem er hættulegri og ófyrirsjáanlegri en áður var. Kína og Rússar vita að það þjónar hagsmunum Bandaríkjanna í stórveldasamkeppninni að reka fleyg í samstarf þeirra. Þetta styrkir stöðu Rússlands gagnvart Kína. Þegar stórveldasamkeppninni sleppir eru Bandaríkin þó sjálf örugg sem öflugasta stórveldið og kjarnorkuveldi fjarri sínum helsta keppinaut, Kína. En Bandaríkin vilja nú styrkja stöðu sína í Asíu sem verður varla nema með minni hernaðarviðveru í Evrópu. Þetta er flókin staða og henni fylgir áhætta og ókyrrð í alþjóðasamskiptum sem í eðli sínu eru miskunnarlaus. Við lifum á tímum vaxandi stórveldasamkeppni og átaka. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi var haft eftir Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "It may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal," Þetta mætti þýða þannig "Það getur verið hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna, en að vera vinur Bandaríkjanna er banvænt," Er þetta rétt? Er þetta að rætast í Úkraínu? Náið samstarf Kína og Rússlands Segja má að náið samstarf Rússlands og Kína sé orðið vandamál fyrir Bandaríkin í þeirri stórveldasamkeppni sem nú ríkir. Þess vegna gætu bætt samskipti við Rússland styrkt stöðu Bandaríkjanna og það er ljóst að stjórn Donald Trump vill betri samskipti við Rússland þrátt fyrir Úkraínustríðið. Bandaríkin hafa áður breytt um áherslur í alþjóðasamskiptum. Fræg er för Richard Nixon og Henry Kissinger til Kína árið 1972. Bandaríkin gætu nú fundið sig knúin til að gera eitthvað sem bætir samskiptin við Rússland og um leið reyna að veikja samband Rússlands við Kína. En hvað er hægt að gera? Samskipti Kína og Rússlands eru orðin mjög náin. Kína hefur verið líflína Rússlands efnahagslega eftir að Úkraínustríðið hófst og mildað þannig áhrif refsiaðgerða vesturlanda vegna stríðsins. Kína er vaxandi iðnveldi sem þarf hráefni í miklu magni og Rússland er eitt auðlindaríkasta land í heiminum. Samstarf þeirra við núverandi aðstæður ættu ekki að koma á óvart. Geta Bandaríkin rekið fleyg í þetta samband. Hvað gætu Bandaríkin boðið Rússlandi í staðinn? Friðarsamningur Eitt væri friðarsamningur í Úkraínu á forsendum sem Pútin sættir sig við. Eftirgjöf á landi og hlutleysi Úkraínu sem stæði áfram utan NATO. Afnám refsiaðgerða gegn Rússlandi. Ég er ekki að fullyrða að þetta sé ætlun stjórnvalda í Bandaríkjunum en yrði þetta að veruleika myndu sum Evrópuríki líta svo á að Úkraínu hafi verðið fórnað eins og peði á taflborði. Rússnesk stjórnvöld hafa alltaf mótmælt stækkun NATO og margt bendir til að Bandaríkin vilji draga sig hernaðarlega úr Evrópu að miklu, eða hugsanlega öllu leyti. Þetta væri í samræmi við vilja Pútin. En væri þetta nóg? Hugsanlega ekki, viðskiptasamband Rússlands og Kína yrði áfram mikilvægt fyrir bæði ríkin. Við það bætist að þó staða Donald Trump sé sterk í Bandaríkjunum í dag verður hann ekki forseti nema í 4 ár í viðbót. Hann getur ekki lofað Pútin neinu til lengdar? Leiðtogar Kína sitja að jafnaði lengur en forsetar Bandaríkjanna og staða Xi Jinping núverandi leiðtoga Kína er sterk. Nýr forseti Bandaríkjanna gæti hugsanlega eftir 4 ár snúið við mörgu við af því sem Donald Trump gerir nú á seinna kjörtímabili sínu. Pútin væri því að taka áhættu með bættum samskiptum við Bandaríkin á kostnað samskiptanna við Kína. Það er líka áhætta í þessu fyrir Trump. Ef samningar um Úkraínu verða óhagstæðir að mati Evrópuríkja spillir það samstarfi Bandaríkjanna við Evrópu í framtíðinni. Þó Evrópa standi ekki vel í varnarmálum á dag eru mörg lönd álfunnar rík og viðskipti við Evrópu áfram mikilvæg fyrir Bandaríkin. Dragi Donald Trump Bandaríkin að miklu eða öllu leyti úr NATO gætu Evrópuríki farið að líta á Bandaríkin sem ótraustan bandamann, „unreliable partner.“ Uppákomurnar með Grænland og Kananda hafa þegar valdið usla. Það gæti tekið langan tíma að bæta þetta samband aftur ef Evrópu tækist að auka viðskipti sín við aðra heimshluta á kostnað viðskipa við Bandaríkin. Evrópa gæti líka styrkt sig í varnarmálum farið að framleiða sín eigin vopn í meira mæli en nú er og keypt vopn frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Staðan í Úkraínustríðinu Eins og staðan er í Úkraínustríðinu virðast a.m.k. sum Evrópuríki vilja halda stríðinu áfram og tilkynna enn frekari vopnasendingar til landsins. Donald Trump vil aftur á móti gera friðarsamning við Rússa. Hann vísar í fjölda dauðsfalla sem fylgja stríðinu sem hann vill stöðva. Við þetta bætist meiri eyðilegging eigna auk þess sem meira landsvæði gæti tapast í áframhaldandi stríði. Eins og staðan er í dag hafa Rússar aftur á móti hvata til að halda stríðinu áfram. Í áframhaldandi stríði er það Úkraína sem verður fyrir mannfalli („pays the blood price”), en ekki NATO ríkin. Bandaríkin vilja ekki veita Úkraínu öryggistryggingu. Keir Starmer forsætirsáðherra Bretlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands vinna að því að koma upp hópi viljugra þjóða „coalition of the willing“ til friðargæslu. Ólíklegt er að hægt verði að ná samkomulagi við Rússland um friðargæsluliða frá NATO ríkjum í Úkraínu. Þannig yrði Úkraína að þeirra mati óformlegt NATO ríki. Bretar og Frakkar geta ekki fyllt skarð Bandaríkjanna í Úkraínustríðinu eins og staðan er í dag. Í nýlegu símtali milli Donalds Trump og Vladímír Pútins, vildi Trump almennt vopnahlé í Úkraínu á meðan aðeins var samið um að hætta að eyðileggja orkuinnviði í 30 daga. Það eru sennilega ekki miklir orkuinnviðir eftir til að eyðileggja í Úkraínu. Um 80% af orkuinnviðum Úkraínu höfðu eyðilagst eftir rússneskar sprengjuárásir, var haft eftir Zelenskí í BBC í september 2024. Aftur á móti eru miklir innviðir í Rússlandi sem Pútin vill að ekki verði ráðist á. Pútin vill halda opnu talsambandi við Trump og þetta var niðurstaðan, samtalið heldur áfram. Vaxandi stórveldasamkeppni Við lifum nú í margpóla heimi „multipolar world“ sem er hættulegri og ófyrirsjáanlegri en áður var. Kína og Rússar vita að það þjónar hagsmunum Bandaríkjanna í stórveldasamkeppninni að reka fleyg í samstarf þeirra. Þetta styrkir stöðu Rússlands gagnvart Kína. Þegar stórveldasamkeppninni sleppir eru Bandaríkin þó sjálf örugg sem öflugasta stórveldið og kjarnorkuveldi fjarri sínum helsta keppinaut, Kína. En Bandaríkin vilja nú styrkja stöðu sína í Asíu sem verður varla nema með minni hernaðarviðveru í Evrópu. Þetta er flókin staða og henni fylgir áhætta og ókyrrð í alþjóðasamskiptum sem í eðli sínu eru miskunnarlaus. Við lifum á tímum vaxandi stórveldasamkeppni og átaka. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar