Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 07:46 Til eru myndir af flugvélum fullum af börnum á leið úr landi til ættleiðingar. Getty Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið. Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira