Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 07:46 Til eru myndir af flugvélum fullum af börnum á leið úr landi til ættleiðingar. Getty Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið. Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira