Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2025 08:30 Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun