Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2025 10:50 Skipafélög heimsins þurfa að byrja að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum á næstu árum samkvæmt samkomulagi sem gert var á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Vísir/EPA Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Samkomulagið er það fyrsta um að byrja að takmarka losun skipageirans á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Lagt er upp með að draga úr losuninni um fimmtung fyrir árið 2030 og útrýma henni algerlega fyrir 2050. Greiða þarf 380 dollara, jafnvirði tæpra 49.000 íslenskra króna, fyrir hvert tonn sem skip losa umfram heimildir frá 2028 samkvæmt samkomulaginu. Hundrað dollarar til viðbótar verða lagðir á hvert tonn umfram stífari losunartakmörk, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á móti kemur að þau skip sem draga úr losun sinni þannig að hún verði undir strangari losunarmörkunum fá heimildir sem þau geta selt þeim sem losa umfram heimildir sínar. Alls eiga sektirnar að afla um fjörutíu milljarða dollara frá árinu 2030 en hluti fjárins á að gera vistvænt eldsneyti ódýrara fyrir skipafélög. Til að byrja með geta skipafélög dregið úr losun flotans með því að brenna fljótandi jarðgasi og lífeldsneyti. Til lengri tíma litið þurfa þau hins vegar að líta til annarra kosta eins og ammoníaks og metanóls. Aðildarríkin eiga eftir að samþykkja samkomulagið endanlega á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í október. Nokkur ríki, þar á meðal Kína, Brasilía og Sádi-Arabía, settu sig upp á móti tillögu Kyrrahafsríkja um strangari kröfur til skipafélaga. Eyríkin eiga á hættu að þurrkast út vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Bandaríkin, það ríki sem ber mesta ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér stað sem sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, sagði sig frá viðræðunum í síðustu viku. Hvöttu þau önnur ríki til að gera slíkt það sama og hótuðu að refsa þeim sem legðu gjöld á bandarísk skip. Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafnar vísindalegum staðreyndum um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Skipaflutningar Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Samkomulagið er það fyrsta um að byrja að takmarka losun skipageirans á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Lagt er upp með að draga úr losuninni um fimmtung fyrir árið 2030 og útrýma henni algerlega fyrir 2050. Greiða þarf 380 dollara, jafnvirði tæpra 49.000 íslenskra króna, fyrir hvert tonn sem skip losa umfram heimildir frá 2028 samkvæmt samkomulaginu. Hundrað dollarar til viðbótar verða lagðir á hvert tonn umfram stífari losunartakmörk, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á móti kemur að þau skip sem draga úr losun sinni þannig að hún verði undir strangari losunarmörkunum fá heimildir sem þau geta selt þeim sem losa umfram heimildir sínar. Alls eiga sektirnar að afla um fjörutíu milljarða dollara frá árinu 2030 en hluti fjárins á að gera vistvænt eldsneyti ódýrara fyrir skipafélög. Til að byrja með geta skipafélög dregið úr losun flotans með því að brenna fljótandi jarðgasi og lífeldsneyti. Til lengri tíma litið þurfa þau hins vegar að líta til annarra kosta eins og ammoníaks og metanóls. Aðildarríkin eiga eftir að samþykkja samkomulagið endanlega á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í október. Nokkur ríki, þar á meðal Kína, Brasilía og Sádi-Arabía, settu sig upp á móti tillögu Kyrrahafsríkja um strangari kröfur til skipafélaga. Eyríkin eiga á hættu að þurrkast út vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Bandaríkin, það ríki sem ber mesta ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér stað sem sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, sagði sig frá viðræðunum í síðustu viku. Hvöttu þau önnur ríki til að gera slíkt það sama og hótuðu að refsa þeim sem legðu gjöld á bandarísk skip. Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafnar vísindalegum staðreyndum um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra.
Skipaflutningar Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira