Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. apríl 2025 14:31 Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun