Mbl.is greindi fyrst frá aðgerð lögreglunnar þar sem loka þurfti Hverfisgötu, Lindargötu, Vitastíg og Klapparstíg.
„Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Reyndist viðkomandi vera vopnaður?
„Málið er enn í vinnslu og enn í rannsókn. Það er allavega búið að tryggja aðila og hann handtekinn,“ sagði Ásmundur.
Aðgerðinni væri hins vegar lokið og öllum lokunum aflétt. Að sögn Ásmundar stóð aðgerðin yfir frá hálf sjö til rúmlega átta.
Fréttin hefur verið uppfærð.





