Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2025 07:16 Bjössi hefur stærstan hluta veru sinnar í Oxford síðustu fjögur ár varið í að rannsaka prótín. En hann náði líka að verða margfaldur háskólameistari með liði Oxford í handboltta og svo Englandsmeistari. Sigurbjörn Markússon varð í byrjun maí Englandsmeistari í handbolta með liði Oxford-háskóla. Um helgina vann liðið Ofurbikarinn breska og komst í umspil um sæti í Evrópubikarnum. Næst á dagskrá hjá Sigurbirni er að ljúka við doktorsritgerð í lífefnafræði. Sigurbjörn, sem er yfirleitt kallaður Bjössi, spilaði upp alla yngri flokka KR og fór síðan með meistaraflokki liðsins upp í úrvalsdeild. Í kjölfarið var meistaraflokkurinn lagður niður. Um svipað leyti færðist áherslan frá handboltanum yfir á lífefnafræði. Sigurbjörn lauk grunnnámi hérlendis, fór þaðan í meistaranám í Bergen í Noregi og loks í doktorsnám við Oxford í Bretlandi sem hann lýkur í haust. Fréttastofa ræddi við Sigurbjörn um doktorsnámið, handboltann og Englandsmeistaratitilinn. Æfingaboð frá Harry Potter „Ég bjóst ekki við því að það væri handbolti spilaður í Oxford. Handbolti er sennilega síðasta íþróttin sem maður hugsar um þegar maður hugsar um Bretland,“ segir Sigurbjörn. Hann var því rúmlega hálfnaður með fyrstu önnina þegar hann frétti fyrst af handboltaliði Oxford. Bjössi spilar aðeins harkalegri vörn en Bretarnir eru vanir.Jack Lambert „Ég sendi tölvupóst á Harry Potter, sem var forseti handboltaliðsins á þessum tíma og hann bauð mér á æfingu,“ segir Bjössi. Potter þeirra Oxford-manna á þó ekkert skylt við þann í Hogwarts. Handboltinn var fyrst og fremst tómstundagaman í huga Bjössa í Oxford, eitthvað til að gera eftir langa vinnudaga á rannsóknarstofunni og fín leið til að kynnast fólki. „Svo kom á óvart hvað það var mikið af góðum leikmönnum í liðinu,“ segir hann. Oxford trekkir fólk að hvaðanæva úr heiminum í nám og í handboltaliðinu eru allra þjóða kvikindi. Þar er að finna þrjá Svisslendinga, Frakka, Þjóðverja, Sýrlending, Ungverja, Spánverja, Portúgla og Norðmann. En hvað með heimamenn? „Það eru tveir Englendingar í liðinu, báðir mjög góðir,“ segir Bjössi. Kvarnaðist hratt úr hópnum En hvernig endar maður í handbolta í Oxford? Best er að spóla aftur til febrúar 2006 þegar karlalandsliðið íslenska í handbolta náði sjöunda sæti á Evrópumeistaramótinu. „Við byrjuðum að æfa handbolta eftir EM 2006 eins og krakka gera eftir stórmót,“ segir Bjössi. Handboltinn var líka fullkomin íþrótt fyrir Bjössa og tvíburabróður hans Steina sem voru snemma orðnir hávaxnir og sterkir miðað við aldur. Og orkumiklir þar að auki. Bræðurnir urðu þar hluti af efnilegum 97-árgangi KR-drengja í handbolta sem háði ýmsa baráttuna næstu árin við sterkt lið Selfoss með Ómar Inga, Teit Örn og Elvar Örn innanborðs. Strákarnir sem urðu Íslandsmeistarar í 6. flokki, tvíburabræðurnir vinstra megin við miðju. KR-hópurinn toppaði snemma þegar strákarnir urðu Íslandsmeistarar á Húsavík í sjötta flokki. Eftir það kvarnaðist hins vegar fljótt úr hópnum. „Við vorum allir líka í fótbolta á þessum tíma og það völdu eiginlega allir fótboltann,“ segir Bjössi. Þeir bræður völdu þó handboltann og næstu árin var Bjössi nokkrum sinnum valinn í æfingahóp yngri landsliða. Úrvalsdeildardraumurinn entist stutt Meistaraflokkur KR var endurreistur 2013 eftir að hafa ekki verið starfræktur í átta ár og var Arnar Jón Agnarsson fenginn inn sem spilandi þjálfari. „Það gekk brösuglega fyrstu tímabilin, vorum svona fyrir miðja deild í fyrstu deild og tókum eitt tímabil þar sem við vorum í neðsta sæti. Síðasta tímabilið kemur síðan mikið af nýjum leikmönnum inn, nýr þjálfari, Gústi Jó og eldri kempur,“ segir Bjössi. Meistaraflokkur KR í handbolta tímabilið 2013/14. Liðið styrktist mikið við þetta og fór beint í toppbaráttu í 1. deildinni sem var þó býsna hörð. Liðið endaði í umspili við Víking Reykjavík í eftirminnilegum leik 22. apríl 2017. „Þetta var umspilsleikur við Víking í KR-heimilinu fyrir nánast fullu húsi, sem gerðist ekki oft,“ segir Bjössi. Staðan var 24-24 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja. „Síðan skoraði Arnar Jón þetta fræga mark úr hægri skyttunni á lokaflautunni nánast til að koma okkur yfir og vinna leikinn,“ segir Bjössi. Leikurinn endaði 29:28 fyrir KR og liðið loksins komið aftur í úrvalsdeild. „Það var mikill fögnuður. Síðan vorum við kallaðir á fund tveimur mánuðum seinna þar sem okkur var tilkynnt að það ætti að leggja liðið niður vegna fjárhags- og aðstöðuskorts. Það var svolítið súr stemming og okkur fannst við sviknir,“ segir hann. „Við vorum nokkrir í liðinu sem höfðum verið upp alla yngri flokkana í KR,“ segir Bjössi. Ákvörðunin hafi því sviðið sérstaklega fyrir þá. Sjá einnig: „Allir sem einn, nema handboltinn“ „Ég tók nokkra mánuði þar sem ég vildi ekki halda með KR í neinum íþróttum. En það sár greri á endanum,“ segir hann. KR lét úrbúa sérstaka KR í Olís 2018-boli. En það varð aldrei að raunveruleika. Áhuginn á handbolta dvínaði eftir það. Bjössi tók eitt tímabil með Gróttu U í 1. deild en lagði skóna óformlega á hilluna eftir það. Eftir á að hyggja hafi það verið lán í óláni. „Ég var frekar lélegur námsmaður áður en KR var lagt niður. Ég rétt skreið út úr MR. Það var eiginlega ekki fyrr en á öðru ári í grunnnáminu, eftir að KR er lagt niður, sem mér fór að ganga vel í náminu,“ segir hann. Bjórbolti í Bergen og doktorsnám í Oxford Eftir grunnnámið í Háskóla Íslands fór Bjössi í meistaranám í lífefnafræði til Bergen. Þar spriklaði hann með handboltaliði Bergen-háskóla sem hann lýsir þó sem „algjörum bjórbolta“. Eftir fyrsta árið hófst Covid-faraldurinn og allt íþróttastarf lagðist af. Bjössi brýtur sér leið gegnum vörnina í átt að marki.Max van Kooy Námið gekk þó prýðilega í Noregi og komst Bjössi inn í doktorsnám í lífefnafræði við Oxford-háskóla á fullum styrk. Þar hefur hann verið síðustu fjögur ár, aðallega að rannsaka prótín en líka að spila handbolta. „Fyrsta árið sem ég spila með liðinu þá fórum við í umspil og komumst upp í úrvalsdeild. En þá var krafan að vera með yngri flokka sem við vorum ekki með,“ segir Bjössi um handboltalið Oxford. Enska handboltasambandið breytti kröfunum eftir tímabilið í fyrra. Þó Oxford væri ekki með yngri flokka fékk liðið að fara upp í úrvalsdeild með því skilyrði að það myndi vera með reglulegar handboltakynningar í enskum grunnskólum. Markahæstur og með flestar tvær mínútur „Þetta eru miklu betri lið, meira spennandi leikir,“ segir Bjössi um muninn á leikjum í fyrst deildinni í fyrra og úrvalsdeildinni í ár. Deildin er tvískipt, skiptist í suður- og norður-deild en Oxford spilar í þeirri syðri. „Við og tvö eða þrjú önnur lið gætum alveg plummað okkur ágætlega í næstefstu deild á Íslandi,“ segir Bjössi spurður út í gæði deildarinnar. Góð þrusa. Ásamt því að vera línumaður liðsins og standa miðjublokkina er Bjössi vítaskytta Oxford. Hann varð markahæstur í Suður-deildinni með 56 mörk í ár, 7 mörk í leik. „En ég var held ég líka með flestar tvær mínútur,“ bætir hann við. Bjössi vill þó alls ekki gera of mikið úr eigin mikilvægi, hann sé ekki eini burðarstólpinn og mikið af góðum leikmönnum í liðinu. Eldað grátt við silfur við Lundúnamenn Að sögn Bjössa eru flestir leikir nokkuð jafnir í deildinni en tvö lið eru þó yfirburðarsterkust: Oxford og London Great Dane. Nafnið er nokkuð óvenjulegt en það má rekja til þess að liðið var upphaflega stofnað af Dönum. Bjössi bíður átekta.Jack Lambert „Við höfum eldað grátt silfur við þá í ár,“ segir Bjössi um Lundúnaliðið sem hefur verið eitt sterkasta handboltalið Englands frá aldamót. Svo sigursælt hefur London GD verið að Bjössi fann hvernig önnur lið fögnuðu því að liðið fengi loks samkeppni. Liðin mættust tvisvar í deildinni og unnu hvort sinn sigurinn. Þau mættust í þriðja sinn í Enska bikarnum í leik sem Bjössi missti af og endaði með eins marks sigri Lundúna. Lið Oxford hafði því harm að hefna þegar liðin mættust í úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn þann 3. maí síðastliðinn. Leikurinn varð ekki alveg jafn spennandi og í bikarnum. „Vörnin okkar var svo ótrúlega góð í fyrri hálfleik að við fengum fullt af hraðaupphlaupum. Vorum komnir með tíu marka forskot eftir rétt rúmlega korter. Síðan missum við aðeins dampinn og þeir minnka muninn niður í fjögur,“ segir Bjössi. Oxford gaf svo aftur í og leikurinn endaði með öruggum ellefu marka sigri, 36-25. Nýkrýndir Englandsmeistarar Oxford-liðsins.Jack Lambert Vörnin skóp sigurinn en Bjössi er líka vanur aðeins harkalegri vörn en þeirri bresku. Og brenndi sig á því þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég fékk þrisvar tvær mínútur og rautt spjald. Reyndar, vil ég meina, fyrir litlar sakir,“ segir Bjössi, vanur íslenskum hamagangi. Rauða spjaldið kom ekki að sök og Oxford orðnir Englandsmeistarar. Bjössi er stoltur af árangrinum þó deildin sé ekki sú sterkasta. „Ómar Ingi hefur ekki unnið Premier league,“ bætir hann við kíminn. Fimmta einvígið, rautt á Íslendinginn og framlenging Oxford keppti í Breska ofurbikarnum síðustu helgi í Edinborg í Skotlandi eftir að blaðamaður hafði tekið viðtal við Bjössa. Bjössi stekkur upp gegn markmanni Lundúnamana.Max van Kooy Ofurbikarinn virkar þannig að tvö efstu ensku liðin mæta tveimur efstu skosku liðunum. Efstu þrjú lið bikarsins fá síðan umspilssæti í Evrópubikarnum, þriðju sterkustu Evrópukeppni í handbolta, sem Valsmenn unnu í fyrra og Valskonur í ár. Blaðamaður sendi Bjössa heillakveðju fyrir leikina og skilaboðin: „Bannað að fá rautt.“ „Haha já, ég reyni. Pressa núna,“ svaraði Bjössi. Skoska liðið Kelvinside HC reyndist lítil fyrirstaða í fyrri leiknum sem fór 38-26 fyrir Oxford. Í úrslitunum tók svo við fimmti leikurinn við London GD á tímabilinu. Lundúnamenn voru ekki spenntir fyrir því að tapa aftur og missa af öðrum bikar. Leikurinn var því sá jafnasti til þessa. Staðan 15-14 fyrir Oxford í hálfleik. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleik, þar sem Oxford leiddi með þremur mörkum, fékk Bjössi beint rautt fyrir að brjóta á skyttu Lundúnamanna. Dómarinn rífur upp rauða spjaldið eftir brot Bjössa.Max van Kooy Oxford hélt vatni í nokkrar mínútur og voru þeir fjórum mörkum yfir þegar það var korter eftir. Næstu tíu mínúturnar hrundi leikur liðsins hins vegar og komust Lundúnamenn tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Oxford náði þó að jafna úr víti 25 sekúndum fyrir leikslok, 30-30. London tók leikhlé, stillti upp og vinstri skyttan fiskaði víti um leið og tíminn rann út. Fullkomið tækifæri til að klára leikinn fyrir vítaskyttuna Bradley-Shankar sem hafði ekki klúðrað víti í leiknum. Neðra vinstra hornið varð fyrir valinu og markmaður Oxford, Joshua Sammet, sá við honum. Framlenging! Varslan virtist hafa fyllt Oxford-menn af orku, ungverska skyttan Soma Polankai, steig upp og dúndraði hverjum boltanum á fætur öðrum í markið (og endaði með 17 mörk). Eftir framlengingu fóru leikar 38-36 fyrir Oxford sem voru þar með orðnir handhafar Breska ofurbikarsins. „What a game of handball,“ eins og annar lýsandinn orðaði það eftir leik. Í haust fer liðið í umspil um sæti í Evrópubikarnum og þó verkefnið sé strembið er Bjössi spenntur: „Keppa við atvinnumannalið frá Króatíu og tapa með þrjátíu mörkum,“ segir hann og hlær. Reyna að finna upp nýja tegund verkjalyfja Bjössi er núna á fjórða og síðasta ári doktorsnáms í lífefnafræði/formgerðarlíffræði. „Ég er að rannsaka frumuhimnuprótín sem flytur smásameindar inn og út úr frumunni. Við uppgötvuðum að það tengist sársaukaskynjun, sérstaklega krónískum sársauka. Og ég er að rannsaka þetta prótín með það að markmiði að hanna sársaukalyf gegn krónískum sársauka sem væri ekki ópíóðalyf,“ segir hann. Svona er Bjössi klæddur á rannsóknarstofunni, labbinu eins og hann kallar það Takist að framleiða slíkt verkjalyf væri um mikla búbót að ræða enda eru ópíóða-verkjalyf gríðarlega ávanabindandi og hafa leitt til ópíóðafaraldurs. „Það var ekkert vitað um þetta prótín þar til við komumst að því að það tengdist sársauka,“ segir hann. Bjössi og samstarfsfélagar hans hafa skrifað grein um rannsókn sína fram til þessa og í vikunni bárust þær fregnir að Nature, eitt virtasta vísindatímarit heims, hefði samþykkt að birta greinina. Framundan er þó nóg vinna eftir af doktorsverkefninu. „Næsta mánuð og hálfan verð ég á rannsóknarstofunni,“ segir Bjössi. „Svo er doktorsritgerðarsumar framundan. Þetta verður stressandi sumar.“ Sigurbjörn skilar ritgerðinni síðan í október og ver hana í kjölfarið. Eftir það hefur hann störf sem nýdoktor við Stokkhólmsháskóla í haust. Við taka frekari prótínrannsóknir og kannski smá handbolti líka. Handbolti England Íslendingar erlendis Háskólar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Sigurbjörn, sem er yfirleitt kallaður Bjössi, spilaði upp alla yngri flokka KR og fór síðan með meistaraflokki liðsins upp í úrvalsdeild. Í kjölfarið var meistaraflokkurinn lagður niður. Um svipað leyti færðist áherslan frá handboltanum yfir á lífefnafræði. Sigurbjörn lauk grunnnámi hérlendis, fór þaðan í meistaranám í Bergen í Noregi og loks í doktorsnám við Oxford í Bretlandi sem hann lýkur í haust. Fréttastofa ræddi við Sigurbjörn um doktorsnámið, handboltann og Englandsmeistaratitilinn. Æfingaboð frá Harry Potter „Ég bjóst ekki við því að það væri handbolti spilaður í Oxford. Handbolti er sennilega síðasta íþróttin sem maður hugsar um þegar maður hugsar um Bretland,“ segir Sigurbjörn. Hann var því rúmlega hálfnaður með fyrstu önnina þegar hann frétti fyrst af handboltaliði Oxford. Bjössi spilar aðeins harkalegri vörn en Bretarnir eru vanir.Jack Lambert „Ég sendi tölvupóst á Harry Potter, sem var forseti handboltaliðsins á þessum tíma og hann bauð mér á æfingu,“ segir Bjössi. Potter þeirra Oxford-manna á þó ekkert skylt við þann í Hogwarts. Handboltinn var fyrst og fremst tómstundagaman í huga Bjössa í Oxford, eitthvað til að gera eftir langa vinnudaga á rannsóknarstofunni og fín leið til að kynnast fólki. „Svo kom á óvart hvað það var mikið af góðum leikmönnum í liðinu,“ segir hann. Oxford trekkir fólk að hvaðanæva úr heiminum í nám og í handboltaliðinu eru allra þjóða kvikindi. Þar er að finna þrjá Svisslendinga, Frakka, Þjóðverja, Sýrlending, Ungverja, Spánverja, Portúgla og Norðmann. En hvað með heimamenn? „Það eru tveir Englendingar í liðinu, báðir mjög góðir,“ segir Bjössi. Kvarnaðist hratt úr hópnum En hvernig endar maður í handbolta í Oxford? Best er að spóla aftur til febrúar 2006 þegar karlalandsliðið íslenska í handbolta náði sjöunda sæti á Evrópumeistaramótinu. „Við byrjuðum að æfa handbolta eftir EM 2006 eins og krakka gera eftir stórmót,“ segir Bjössi. Handboltinn var líka fullkomin íþrótt fyrir Bjössa og tvíburabróður hans Steina sem voru snemma orðnir hávaxnir og sterkir miðað við aldur. Og orkumiklir þar að auki. Bræðurnir urðu þar hluti af efnilegum 97-árgangi KR-drengja í handbolta sem háði ýmsa baráttuna næstu árin við sterkt lið Selfoss með Ómar Inga, Teit Örn og Elvar Örn innanborðs. Strákarnir sem urðu Íslandsmeistarar í 6. flokki, tvíburabræðurnir vinstra megin við miðju. KR-hópurinn toppaði snemma þegar strákarnir urðu Íslandsmeistarar á Húsavík í sjötta flokki. Eftir það kvarnaðist hins vegar fljótt úr hópnum. „Við vorum allir líka í fótbolta á þessum tíma og það völdu eiginlega allir fótboltann,“ segir Bjössi. Þeir bræður völdu þó handboltann og næstu árin var Bjössi nokkrum sinnum valinn í æfingahóp yngri landsliða. Úrvalsdeildardraumurinn entist stutt Meistaraflokkur KR var endurreistur 2013 eftir að hafa ekki verið starfræktur í átta ár og var Arnar Jón Agnarsson fenginn inn sem spilandi þjálfari. „Það gekk brösuglega fyrstu tímabilin, vorum svona fyrir miðja deild í fyrstu deild og tókum eitt tímabil þar sem við vorum í neðsta sæti. Síðasta tímabilið kemur síðan mikið af nýjum leikmönnum inn, nýr þjálfari, Gústi Jó og eldri kempur,“ segir Bjössi. Meistaraflokkur KR í handbolta tímabilið 2013/14. Liðið styrktist mikið við þetta og fór beint í toppbaráttu í 1. deildinni sem var þó býsna hörð. Liðið endaði í umspili við Víking Reykjavík í eftirminnilegum leik 22. apríl 2017. „Þetta var umspilsleikur við Víking í KR-heimilinu fyrir nánast fullu húsi, sem gerðist ekki oft,“ segir Bjössi. Staðan var 24-24 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja. „Síðan skoraði Arnar Jón þetta fræga mark úr hægri skyttunni á lokaflautunni nánast til að koma okkur yfir og vinna leikinn,“ segir Bjössi. Leikurinn endaði 29:28 fyrir KR og liðið loksins komið aftur í úrvalsdeild. „Það var mikill fögnuður. Síðan vorum við kallaðir á fund tveimur mánuðum seinna þar sem okkur var tilkynnt að það ætti að leggja liðið niður vegna fjárhags- og aðstöðuskorts. Það var svolítið súr stemming og okkur fannst við sviknir,“ segir hann. „Við vorum nokkrir í liðinu sem höfðum verið upp alla yngri flokkana í KR,“ segir Bjössi. Ákvörðunin hafi því sviðið sérstaklega fyrir þá. Sjá einnig: „Allir sem einn, nema handboltinn“ „Ég tók nokkra mánuði þar sem ég vildi ekki halda með KR í neinum íþróttum. En það sár greri á endanum,“ segir hann. KR lét úrbúa sérstaka KR í Olís 2018-boli. En það varð aldrei að raunveruleika. Áhuginn á handbolta dvínaði eftir það. Bjössi tók eitt tímabil með Gróttu U í 1. deild en lagði skóna óformlega á hilluna eftir það. Eftir á að hyggja hafi það verið lán í óláni. „Ég var frekar lélegur námsmaður áður en KR var lagt niður. Ég rétt skreið út úr MR. Það var eiginlega ekki fyrr en á öðru ári í grunnnáminu, eftir að KR er lagt niður, sem mér fór að ganga vel í náminu,“ segir hann. Bjórbolti í Bergen og doktorsnám í Oxford Eftir grunnnámið í Háskóla Íslands fór Bjössi í meistaranám í lífefnafræði til Bergen. Þar spriklaði hann með handboltaliði Bergen-háskóla sem hann lýsir þó sem „algjörum bjórbolta“. Eftir fyrsta árið hófst Covid-faraldurinn og allt íþróttastarf lagðist af. Bjössi brýtur sér leið gegnum vörnina í átt að marki.Max van Kooy Námið gekk þó prýðilega í Noregi og komst Bjössi inn í doktorsnám í lífefnafræði við Oxford-háskóla á fullum styrk. Þar hefur hann verið síðustu fjögur ár, aðallega að rannsaka prótín en líka að spila handbolta. „Fyrsta árið sem ég spila með liðinu þá fórum við í umspil og komumst upp í úrvalsdeild. En þá var krafan að vera með yngri flokka sem við vorum ekki með,“ segir Bjössi um handboltalið Oxford. Enska handboltasambandið breytti kröfunum eftir tímabilið í fyrra. Þó Oxford væri ekki með yngri flokka fékk liðið að fara upp í úrvalsdeild með því skilyrði að það myndi vera með reglulegar handboltakynningar í enskum grunnskólum. Markahæstur og með flestar tvær mínútur „Þetta eru miklu betri lið, meira spennandi leikir,“ segir Bjössi um muninn á leikjum í fyrst deildinni í fyrra og úrvalsdeildinni í ár. Deildin er tvískipt, skiptist í suður- og norður-deild en Oxford spilar í þeirri syðri. „Við og tvö eða þrjú önnur lið gætum alveg plummað okkur ágætlega í næstefstu deild á Íslandi,“ segir Bjössi spurður út í gæði deildarinnar. Góð þrusa. Ásamt því að vera línumaður liðsins og standa miðjublokkina er Bjössi vítaskytta Oxford. Hann varð markahæstur í Suður-deildinni með 56 mörk í ár, 7 mörk í leik. „En ég var held ég líka með flestar tvær mínútur,“ bætir hann við. Bjössi vill þó alls ekki gera of mikið úr eigin mikilvægi, hann sé ekki eini burðarstólpinn og mikið af góðum leikmönnum í liðinu. Eldað grátt við silfur við Lundúnamenn Að sögn Bjössa eru flestir leikir nokkuð jafnir í deildinni en tvö lið eru þó yfirburðarsterkust: Oxford og London Great Dane. Nafnið er nokkuð óvenjulegt en það má rekja til þess að liðið var upphaflega stofnað af Dönum. Bjössi bíður átekta.Jack Lambert „Við höfum eldað grátt silfur við þá í ár,“ segir Bjössi um Lundúnaliðið sem hefur verið eitt sterkasta handboltalið Englands frá aldamót. Svo sigursælt hefur London GD verið að Bjössi fann hvernig önnur lið fögnuðu því að liðið fengi loks samkeppni. Liðin mættust tvisvar í deildinni og unnu hvort sinn sigurinn. Þau mættust í þriðja sinn í Enska bikarnum í leik sem Bjössi missti af og endaði með eins marks sigri Lundúna. Lið Oxford hafði því harm að hefna þegar liðin mættust í úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn þann 3. maí síðastliðinn. Leikurinn varð ekki alveg jafn spennandi og í bikarnum. „Vörnin okkar var svo ótrúlega góð í fyrri hálfleik að við fengum fullt af hraðaupphlaupum. Vorum komnir með tíu marka forskot eftir rétt rúmlega korter. Síðan missum við aðeins dampinn og þeir minnka muninn niður í fjögur,“ segir Bjössi. Oxford gaf svo aftur í og leikurinn endaði með öruggum ellefu marka sigri, 36-25. Nýkrýndir Englandsmeistarar Oxford-liðsins.Jack Lambert Vörnin skóp sigurinn en Bjössi er líka vanur aðeins harkalegri vörn en þeirri bresku. Og brenndi sig á því þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég fékk þrisvar tvær mínútur og rautt spjald. Reyndar, vil ég meina, fyrir litlar sakir,“ segir Bjössi, vanur íslenskum hamagangi. Rauða spjaldið kom ekki að sök og Oxford orðnir Englandsmeistarar. Bjössi er stoltur af árangrinum þó deildin sé ekki sú sterkasta. „Ómar Ingi hefur ekki unnið Premier league,“ bætir hann við kíminn. Fimmta einvígið, rautt á Íslendinginn og framlenging Oxford keppti í Breska ofurbikarnum síðustu helgi í Edinborg í Skotlandi eftir að blaðamaður hafði tekið viðtal við Bjössa. Bjössi stekkur upp gegn markmanni Lundúnamana.Max van Kooy Ofurbikarinn virkar þannig að tvö efstu ensku liðin mæta tveimur efstu skosku liðunum. Efstu þrjú lið bikarsins fá síðan umspilssæti í Evrópubikarnum, þriðju sterkustu Evrópukeppni í handbolta, sem Valsmenn unnu í fyrra og Valskonur í ár. Blaðamaður sendi Bjössa heillakveðju fyrir leikina og skilaboðin: „Bannað að fá rautt.“ „Haha já, ég reyni. Pressa núna,“ svaraði Bjössi. Skoska liðið Kelvinside HC reyndist lítil fyrirstaða í fyrri leiknum sem fór 38-26 fyrir Oxford. Í úrslitunum tók svo við fimmti leikurinn við London GD á tímabilinu. Lundúnamenn voru ekki spenntir fyrir því að tapa aftur og missa af öðrum bikar. Leikurinn var því sá jafnasti til þessa. Staðan 15-14 fyrir Oxford í hálfleik. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleik, þar sem Oxford leiddi með þremur mörkum, fékk Bjössi beint rautt fyrir að brjóta á skyttu Lundúnamanna. Dómarinn rífur upp rauða spjaldið eftir brot Bjössa.Max van Kooy Oxford hélt vatni í nokkrar mínútur og voru þeir fjórum mörkum yfir þegar það var korter eftir. Næstu tíu mínúturnar hrundi leikur liðsins hins vegar og komust Lundúnamenn tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Oxford náði þó að jafna úr víti 25 sekúndum fyrir leikslok, 30-30. London tók leikhlé, stillti upp og vinstri skyttan fiskaði víti um leið og tíminn rann út. Fullkomið tækifæri til að klára leikinn fyrir vítaskyttuna Bradley-Shankar sem hafði ekki klúðrað víti í leiknum. Neðra vinstra hornið varð fyrir valinu og markmaður Oxford, Joshua Sammet, sá við honum. Framlenging! Varslan virtist hafa fyllt Oxford-menn af orku, ungverska skyttan Soma Polankai, steig upp og dúndraði hverjum boltanum á fætur öðrum í markið (og endaði með 17 mörk). Eftir framlengingu fóru leikar 38-36 fyrir Oxford sem voru þar með orðnir handhafar Breska ofurbikarsins. „What a game of handball,“ eins og annar lýsandinn orðaði það eftir leik. Í haust fer liðið í umspil um sæti í Evrópubikarnum og þó verkefnið sé strembið er Bjössi spenntur: „Keppa við atvinnumannalið frá Króatíu og tapa með þrjátíu mörkum,“ segir hann og hlær. Reyna að finna upp nýja tegund verkjalyfja Bjössi er núna á fjórða og síðasta ári doktorsnáms í lífefnafræði/formgerðarlíffræði. „Ég er að rannsaka frumuhimnuprótín sem flytur smásameindar inn og út úr frumunni. Við uppgötvuðum að það tengist sársaukaskynjun, sérstaklega krónískum sársauka. Og ég er að rannsaka þetta prótín með það að markmiði að hanna sársaukalyf gegn krónískum sársauka sem væri ekki ópíóðalyf,“ segir hann. Svona er Bjössi klæddur á rannsóknarstofunni, labbinu eins og hann kallar það Takist að framleiða slíkt verkjalyf væri um mikla búbót að ræða enda eru ópíóða-verkjalyf gríðarlega ávanabindandi og hafa leitt til ópíóðafaraldurs. „Það var ekkert vitað um þetta prótín þar til við komumst að því að það tengdist sársauka,“ segir hann. Bjössi og samstarfsfélagar hans hafa skrifað grein um rannsókn sína fram til þessa og í vikunni bárust þær fregnir að Nature, eitt virtasta vísindatímarit heims, hefði samþykkt að birta greinina. Framundan er þó nóg vinna eftir af doktorsverkefninu. „Næsta mánuð og hálfan verð ég á rannsóknarstofunni,“ segir Bjössi. „Svo er doktorsritgerðarsumar framundan. Þetta verður stressandi sumar.“ Sigurbjörn skilar ritgerðinni síðan í október og ver hana í kjölfarið. Eftir það hefur hann störf sem nýdoktor við Stokkhólmsháskóla í haust. Við taka frekari prótínrannsóknir og kannski smá handbolti líka.
Handbolti England Íslendingar erlendis Háskólar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira