Leik lokið: Njarð­vík - Haukar 94-78 | Njarð­víkingar settu í 5. gír í seinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Brittany Dinksins fór mikinn í kvöld, setti 29 stig, þar af 15 úr þristum
Brittany Dinksins fór mikinn í kvöld, setti 29 stig, þar af 15 úr þristum Vísir/Jón Gautur

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af og Haukar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en þá settu Njarðvíkingar í gírinn og náðu forystunni mest upp í 20 stig en þegar vel var liðið í fjórða leikhluta voru Haukar aðeins búnir að skora eitt stig. 

Njarðvíkingar eru því búnir að vinna sig til baka úr 0-2 stöðu og eru á leið í oddaleik í Ólafssal á þriðjudag.

Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira