Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun